Sprengisandur

Fréttamynd

Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera.

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta mjög ó­sann­gjarnt“

Stjórnmálafræðingur segir ósanngjant að 22 þúsund kjósendur eigi sér ekki fulltrúa á þingi. Fráfarandi forseti Alþingis segir ekki um ósanngirnismál að ræða, mestu máli skipti að niðurstaða kosninga endurspegli vilja þjóðarinnar og stuðli að starfhæfum meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Væri æski­legt að geta séð niður­stöður eftir kjör­stöðum

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins sem fjármálaráðherra til langs tíma. Margt sem flokkurinn hafi talað fyrir myndi kosta ríkissjóð verulega. Bjarni segir æskilegt að hægt yrði að sjá nánara niðurbrot atkvæða í kjördæmunum. 

Innlent
Fréttamynd

For­menn flokkanna í Sprengi­sandi

Dagskrá Sprengisands í dag helgast af úrslitum Alþingiskosninganna. Í þættinum verður rætt við formenn flokkanna sem leiða baráttuna sem og álitsgjafa. 

Innlent
Fréttamynd

Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu ó­breyttu

Vinstrið mun bera sigur úr býtum í komandi kosningum, að mati fráfarandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að Samfylkingin og Viðreisn muni mynda ríkisstjórn að öllu óbreyttu. Þjóðin þurfi að ákveða hvað hún vilji.

Innlent
Fréttamynd

Treystir Bjarna betur en öðrum for­ystu­mönnum

„Varðandi forystu Sjálfstæðisflokksins, ég treysti Bjarna Benediktssyni miklu betur en forystumönnum hinna flokkanna. Jú jú ég veit alveg að ég bauð mig fram á landsfundi og sé ekkert eftir því en það breytir engu um það að ef ég á að velja hér einstakling til þess að leiða ríkisstjórn þá vel ég Bjarna án nokkurs vafa.“

Innlent
Fréttamynd

Flutningurinn góður fyrir Fram­sókn en slæmur fyrir Sjálf­stæðis­flokk

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðaherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir það afar stór tíðindi á hægri væng stjórnmála að Sigríður Andersen fyrrverandi ráðherra sé gengið til liðs við Miðflokkinn. Þó svo að Sigríður segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn þá sé hún að gera það.

Innlent
Fréttamynd

Úti­loka ekki sam­starf en segja mál­efnin skipta mestu máli

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útiloka ekki að starfa saman í tveggja flokka stjórn. Þau segja samt málefnin alltaf skipta mestu máli. Kristrún segir mögulega styttra á milli Miðflokks og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og annarra flokka. Kristrún og Sigmundur fóru yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­málin á Sprengi­sandi í dag

Stjórnmálin verða rædd í þaula í Sprengisandi í dag. Páll Magnússon stýrir þættinum í dag. Fyrst mæta til hans Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Báðir þessi flokkar mælast með mikið fylgi í könnunum.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi virðing fyrir heil­brigðis­starfs­fólki á Gasa

Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. 

Erlent
Fréttamynd

„Ég vil auð­vitað klára kjör­tíma­bilið“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngusáttmálinn, Yazan og loftlagsmál á Sprengi­sandi

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Meðal þess sem verður til umræðu í dag er saga kommúnista á Íslandi, samgöngusáttmálin, mál Yazans Tamimi og loftlagsmál.

Innlent
Fréttamynd

Odd­viti segist ekki geta gengið gegn á­kvörðun Al­þingis

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir sveitarfélagið ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis um að setja Búrfellslund í orkuvirkjanakost. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir málið ekki svo einfalt. Ákvörðun Alþingis sé ekki endanleg. Eggert og Snæbjörn ræddu orkumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent