Franski boltinn

Fréttamynd

Messi henti Conor af toppi tekjulistans

Argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi var tekjuhæsti íþróttamaður síðasta árs samkvæmt úttekt Forbes. Hann tók toppsætið af írska bardagakappanum Conor McGregor. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ósanngjarnt að tala svona um Messi

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG, lofar því að stuðningsmenn Paris Saint Germain muni sjá betri frammistöðu hjá Lionel Messi á næstu leiktíð en þeirri fyrstu hjá argentínska leikmanninum í París.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappe fékk 10 atkvæði í forsetakjöri Frakklands

Kylian Mbappe, leikmaður PSG, er dýrkaður og dáður í Frakklandi og nær sú aðdáun langt fyrir utan knattspyrnuvöllinn. Í nýafstöðum forsetakosningum í Frakklandi fékk Mbappe 10 atkvæði þrátt fyrir að vera ekki í framboði.

Fótbolti
Fréttamynd

Neymar: Hættið að baula

Paris Saint-Germain varð franskur meistari í gær eftir 1-1 jafntefli við Lens. Með stiginu tryggði PSG titilinn þótt það væru fjórar umferðir eftir. Þrátt fyrir að liðið væri að tryggja sér titilinn þá bauluðu stuðninsmenn PSG á þá.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjörnurnar skinu skært í stórsigri PSG

Kilyan Mbappé, Lionel Messi og Neymar sáu um markaskorun franska stórveldisisn Paris Saint-Germain sem vann öruggan 5-1 sigur gegn Lorient í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Vandræði PSG halda áfram

Seinustu vikur hafa ekki verið góðar fyrir franska stórveldið Paris Saint-Germain, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías tapaði en Árni og félagar björguðu stigi

Elías Már Ómarsson, leikmaður Nimes, þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Auxerre í frösnku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Á sama tíma björguðu Árni Vilhjálmsson og félagar hans í Rodez stigi gegn Guingamp í sömu deild.

Fótbolti