Rússarannsóknin

Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump
Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey.

Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina
Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar.

Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“
Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina.

Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit
Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum.

Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“
Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann.

Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag
Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng.

Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga
Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin.

Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð
Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir.

Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort
Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort.

Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar
Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram.

Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti.

Bandarísk yfirvöld rannsaka Cambridge Analytica
Alríkislögreglan FBI hefur meðal annars rætt við vitni og sóst eftir viðtölum við fyrrverandi starfsmenn og banka breska ráðgjafarfyrirtækisins.

Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum
Rússneska "Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016.

AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump
Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa.

Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump
Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu.

Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump
Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár.

Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs
Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna.

Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani
Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi.

Nýr lögmaður tekur við teymi Trump
Emmet Flood varði Bill Clinton þegar hann var kærður fyrir embættisbrot.

Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu
Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla.

Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla.

Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump
Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times.

Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa
Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Trump heitt í hamsi í viðtali við vinina á Fox
Bandaríkjaforseti fór mikinn um meinta spillingu innan FBI og hagsmunaárekstra saksóknara í viðtalið við Fox og vini. Hótaði hann því að grípa inn í hjá dómsmálaráðuneytinu vegna Rússarannsóknarinnar.

Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður
Lögmaðurinn sat fundinn fræga í Trump-turninum með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.

Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar
Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans.

Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans
Bandaríkjaforseti sagði í fyrra að hann hefði rekið forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Nú tístir hann um að það hafi ekki verið ástæðan.

Trump ætlar að náða meintan lekara á sama tíma og hann sakar Comey um leka
Scooter Libby, starfsmannastjóri í Bush-ríkisstjórninni, var sakfelldur fyrir meinsæri og hindrun á framgangi réttvísinnar í tengslum við leka á nafni leyniþjónustukonu árið 2003.

Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey
Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum.

Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember
Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar.