Flokkur fólksins „Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar vegna ummæla hans um að hún væri valdaspilltur leiðtogi. Hún segir hann ekkert vita um innra starf flokksins og ummæli hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Innlent 22.10.2024 19:27 Viðskiptaráð myndi ekki ráða við starf kennara Enn og aftur hefur Viðskiptaráð riðið fram á sviðið með yfirlýsingar um störf kennara og skólahald almennt. Skoðun 22.10.2024 16:02 Össur segir Ingu valdspilltan leiðtoga Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar kallar Ingu Sæland, formann Flokks flokksins, valdspilltan leiðtoga og segir hegðun hennar með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna 30. nóvember. Innlent 22.10.2024 13:36 Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ Innlent 22.10.2024 10:04 „Hræsnin á sér engin takmörk“ Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns. Innlent 21.10.2024 22:06 Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. Innlent 21.10.2024 21:02 Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Innlent 21.10.2024 16:56 Hið rándýra bil milli borgar og byggðar - lygileg sjúkrasaga úr sveitinni Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Skoðun 18.10.2024 20:02 Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Innlent 18.10.2024 11:56 Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. Innlent 17.10.2024 16:23 „Loksins er lokið lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar“ Forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og kosningar á þingi í dag. Formaður Miðflokksins sagði dauðastríði ríkisstjórnarinnar loks lokið og formenn annarra stjórnarandstöðuflokka sögðu kosningarnar tækifæri til breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði erindi ríkisstjórnarinnar lokið og formaður Vinstri grænna sagði hann óhæfan til að leiða ríkisstjórn. Innlent 17.10.2024 11:22 Aldursforsetinn hvergi af baki dottinn Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins, sem kenndur er við Hamborgarabúlluna, hyggst gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Innlent 16.10.2024 23:15 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Innlent 14.10.2024 12:26 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. Innlent 14.10.2024 12:24 Má gera ráð fyrir að Halla ræði við formenn allra flokka Það má gera ráð fyrir því að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, muni funda með formönnum allra flokka Alþingis og Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, á morgun í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu væri slitið og að boðað yrði til kosninga í nóvember. Innlent 13.10.2024 19:59 Brotthvarf Katrínar hafi verið dauðadómur samstarfsins „Upphafið að þessu öllu saman var þegar að Katrín labbaði frá þeim. Það var eiginlega dauðadómur þessarar ríkisstjórnar. Það eru allt aðrar áherslur sem koma með þessum nýja formanni Vinstri grænna. Hún með sín þrjú prósent heldur virkilega að hún sé með dagskrávaldið og ætlar að ákveða kosningar og ég veit ekki hvað og hvað.“ Innlent 13.10.2024 17:44 Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Þingmaður Flokks fólksins lýsir þrautagöngu vinar síns og skjólstæðings, sem þurfti að bíða sárþjáður í sjö klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir neyðarástand blasa við í heilbrigðismálum. Innlent 12.10.2024 08:18 Sjö tíma bið við dauðans dyr á Bráðamóttöku! Liðlega þrítugur vinur minn og skjólstæðingur hefur glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafa birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Þessi lýsing hljómar ekki vel. Skoðun 12.10.2024 07:31 Öryrkjar eiga betra skilið Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Skoðun 9.10.2024 09:02 Þetta er allt að koma... „Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Skoðun 7.10.2024 12:47 Dauðarefsing Pírata Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Skoðun 4.10.2024 07:46 Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Ingu Sæland er tíðrætt á Alþingi um froðu sem flæðir „um allar koppagrundir“ en hún er þó ekki ein um koppagrundirnar og nota nokkrir aðrir þingmenn orðið óspart. Þeir tveir sem nota orðið langmest hafa báðir alist upp eða búið í áratugi á Ólafsfirði. En hvað eru koppagrundir? Menning 1.10.2024 07:03 Tölum íslensku Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Skoðun 26.9.2024 15:01 Inga segir landið að sökkva í sæ vargaldar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðaði nýja tíma í ræðustól Alþingis undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Innlent 26.9.2024 11:00 Inga skellihló að Sigurði Inga Formaður Flokks fólksins segir að það myndi bæta lífskjör almennings og minnka verðbólgu verulega að taka húsnæðisliðinn út úr verðbólgumælingum og spyr hvers vegna það sé ekki gert. Fjármála- og efnahagsráðherra segir það af og frá. Innlent 24.9.2024 16:23 Gætum við verið betri hvert við annað? Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Skoðun 22.9.2024 16:30 Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu Fjárlagafrumvarpið dregur ekki úr verðbólguvæntingum, eftirspurn og framboðsskorti á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Ríkisfjármálunum er ekki beitt gegn verðbólgunni, aðhald minnkar og hallarekstur dregur ekki úr verðbólgu. Skoðun 20.9.2024 10:31 Trúverðugleiki til sölu! Veiðigjald veikir sjávarútveg!!Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Skoðun 14.9.2024 13:01 Manngerðar hörmungar á Flateyri Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Skoðun 13.9.2024 11:32 Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Skoðun 10.9.2024 12:33 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 23 ›
„Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar vegna ummæla hans um að hún væri valdaspilltur leiðtogi. Hún segir hann ekkert vita um innra starf flokksins og ummæli hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Innlent 22.10.2024 19:27
Viðskiptaráð myndi ekki ráða við starf kennara Enn og aftur hefur Viðskiptaráð riðið fram á sviðið með yfirlýsingar um störf kennara og skólahald almennt. Skoðun 22.10.2024 16:02
Össur segir Ingu valdspilltan leiðtoga Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar kallar Ingu Sæland, formann Flokks flokksins, valdspilltan leiðtoga og segir hegðun hennar með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna 30. nóvember. Innlent 22.10.2024 13:36
Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ Innlent 22.10.2024 10:04
„Hræsnin á sér engin takmörk“ Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns. Innlent 21.10.2024 22:06
Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. Innlent 21.10.2024 21:02
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Innlent 21.10.2024 16:56
Hið rándýra bil milli borgar og byggðar - lygileg sjúkrasaga úr sveitinni Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Skoðun 18.10.2024 20:02
Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Innlent 18.10.2024 11:56
Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. Innlent 17.10.2024 16:23
„Loksins er lokið lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar“ Forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og kosningar á þingi í dag. Formaður Miðflokksins sagði dauðastríði ríkisstjórnarinnar loks lokið og formenn annarra stjórnarandstöðuflokka sögðu kosningarnar tækifæri til breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði erindi ríkisstjórnarinnar lokið og formaður Vinstri grænna sagði hann óhæfan til að leiða ríkisstjórn. Innlent 17.10.2024 11:22
Aldursforsetinn hvergi af baki dottinn Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins, sem kenndur er við Hamborgarabúlluna, hyggst gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Innlent 16.10.2024 23:15
Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Innlent 14.10.2024 12:26
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. Innlent 14.10.2024 12:24
Má gera ráð fyrir að Halla ræði við formenn allra flokka Það má gera ráð fyrir því að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, muni funda með formönnum allra flokka Alþingis og Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, á morgun í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu væri slitið og að boðað yrði til kosninga í nóvember. Innlent 13.10.2024 19:59
Brotthvarf Katrínar hafi verið dauðadómur samstarfsins „Upphafið að þessu öllu saman var þegar að Katrín labbaði frá þeim. Það var eiginlega dauðadómur þessarar ríkisstjórnar. Það eru allt aðrar áherslur sem koma með þessum nýja formanni Vinstri grænna. Hún með sín þrjú prósent heldur virkilega að hún sé með dagskrávaldið og ætlar að ákveða kosningar og ég veit ekki hvað og hvað.“ Innlent 13.10.2024 17:44
Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Þingmaður Flokks fólksins lýsir þrautagöngu vinar síns og skjólstæðings, sem þurfti að bíða sárþjáður í sjö klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir neyðarástand blasa við í heilbrigðismálum. Innlent 12.10.2024 08:18
Sjö tíma bið við dauðans dyr á Bráðamóttöku! Liðlega þrítugur vinur minn og skjólstæðingur hefur glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafa birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Þessi lýsing hljómar ekki vel. Skoðun 12.10.2024 07:31
Öryrkjar eiga betra skilið Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Skoðun 9.10.2024 09:02
Þetta er allt að koma... „Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Skoðun 7.10.2024 12:47
Dauðarefsing Pírata Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Skoðun 4.10.2024 07:46
Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Ingu Sæland er tíðrætt á Alþingi um froðu sem flæðir „um allar koppagrundir“ en hún er þó ekki ein um koppagrundirnar og nota nokkrir aðrir þingmenn orðið óspart. Þeir tveir sem nota orðið langmest hafa báðir alist upp eða búið í áratugi á Ólafsfirði. En hvað eru koppagrundir? Menning 1.10.2024 07:03
Tölum íslensku Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Skoðun 26.9.2024 15:01
Inga segir landið að sökkva í sæ vargaldar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðaði nýja tíma í ræðustól Alþingis undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Innlent 26.9.2024 11:00
Inga skellihló að Sigurði Inga Formaður Flokks fólksins segir að það myndi bæta lífskjör almennings og minnka verðbólgu verulega að taka húsnæðisliðinn út úr verðbólgumælingum og spyr hvers vegna það sé ekki gert. Fjármála- og efnahagsráðherra segir það af og frá. Innlent 24.9.2024 16:23
Gætum við verið betri hvert við annað? Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Skoðun 22.9.2024 16:30
Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu Fjárlagafrumvarpið dregur ekki úr verðbólguvæntingum, eftirspurn og framboðsskorti á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Ríkisfjármálunum er ekki beitt gegn verðbólgunni, aðhald minnkar og hallarekstur dregur ekki úr verðbólgu. Skoðun 20.9.2024 10:31
Trúverðugleiki til sölu! Veiðigjald veikir sjávarútveg!!Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Skoðun 14.9.2024 13:01
Manngerðar hörmungar á Flateyri Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Skoðun 13.9.2024 11:32
Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Skoðun 10.9.2024 12:33