Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:33 Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun