Ástin og lífið

Fréttamynd

Benni þjálfari fann ástina hjá Jónbjörgu

Körfuboltaþjálfarinn Benedikt Rúnar Guðmundsson og markaðssérfræðingurinn Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir eru nýjasta par landsins. Parið sviptir hulunni af sambandinu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar í fjar­lægð frá sviðs­ljósinu

Raunveruleikastjarnan, förðunarmógúllinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner man ekki eftir sjálfri sér án frægðarinnar. Hún prýðir forsíðu breska Vogue þar sem hún deilir því meðal annars hve mikilvægt það er fyrir henni að halda ástarsambandi sínu og hjartaknúsarans Timothée Chalamet frá sviðsljósinu. 

Lífið
Fréttamynd

Jói Fel fór á skeljarnar

Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, fór á skeljarnar og bað um hönd kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings á Miami í Flórída í gær, á 50 ára afmælisdegi hennar.

Lífið
Fréttamynd

Ætla aftur til Ís­lands til að græða sárin

Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim.

Lífið
Fréttamynd

Bent og Matta sjóð­heitt par

Rapparinn og XXX Rotweiler hundurinn Ágúst Bent Sigbertsson og fyrirsætan Matthildur Lind Matthíasdóttir eru eitt nýjasta par landsins.

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Birki Blæ og Ás­dísi

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Ingólfsson hefur fundið ástina hjá fimleikadrottningunni og sjúkraþjálfaranum Ásdísi Guðmunsdóttur. Samkvæmt heimildum Lífsins byrjaði parið að stinga saman nefjum fyrr í sumar. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Ander­son

Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

„Þannig að við erum ekki gift“

Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar.

Lífið
Fréttamynd

Fýlustjórnun miklu al­gengari en fólk heldur

Theodór Francis Birgisson klinískur félagsráðgjafi segir ekki hægt að ætlast til þess að eiga fullkominn maka og mikilvægt að átta sig á því að maður sjálfur geti ekki verið það heldur. Fólk eigi til að rífast því allir telji að þeir hafi rétt fyrir sér, jafnvel þó það geti ekki staðist. Hann segir fólk þurfa að byrja á því að elska sig sjálft og segir fýlustjórnun mun algengari en flestir haldi.

Lífið
Fréttamynd

Lítill Arnars­son væntan­legur í janúar

Ofurparið Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni næstkomandi janúar. Þau tilkynntu barnalánið með Instagram færslu og skrifa: „Hlökkum til að taka á móti litlum Arnarssyni í janúar“. 

Lífið
Fréttamynd

„Hugsuðum hver and­skotinn væri í gangi“

Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar.

Lífið
Fréttamynd

„Það var eigin­lega ég sem bað hann um að giftast mér, held ég“

Rithöfundurinn, þúsundþjalasmiðurinn og athafnakonan Silja Björk og Ísak Vilhjálmsson, deildarstjóri hjá Klettabæ, fögnuðu ástinni með pomp og prakt þegar þau gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Brúðkaupið fór fram í sveitasælu og segjast þau enn vera að ná sér niður eftir hinn fullkomna dag. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

Kynnti unnustann í fyrsta sinn í París

Bandaríska söngkonan Lady Gaga er trúlofuð. Þetta opinberaði hún fyrir forsætisráðherra Frakklands þar sem hún er stödd í París ásamt nýbökuðum unnusta sínum frumkvöðlinum Michael Polansky. Söngkonan tók lagið á setningarathöfn Ólympíuleikanna svo athygli vakti. 

Lífið
Fréttamynd

Sleit sam­bandinu með sím­tali

Samband Vilhjálms Bretaprinsar og Katrínar Middleton hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að því er fram kemur í nýrri bók sem fjallar um ævi Katrínar. Þar segir að Vilhjálmur hafi verið haldinn efasemdum um sambandið og sagt Katrínu upp símleiðis árið 2008. Þau hafi svo náð aftur saman í búningateiti stuttu síðar.

Lífið
Fréttamynd

Ekki meira en bara vinir

Áhrifavaldarnir Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, og Brynja Bjarna Anderiman hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum hvors annars undanfarið og virðast þau nánast óaðskiljanleg. Þau eyddu góðum tíma saman í sólinni í Króatíu og eru nýkomin heim. 

Lífið
Fréttamynd

Arna Ýr uppljóstrar um kostnað brúð­kaupsins

Brúðkaup Örnu Ýrar Jónsdóttur, fegurðardrottningar og hjúkrunarfræðinema, og eiginmanns hennar Vignis Þór Bollasonar kírópraktors, kostaði rúmar átta milljónir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Stöllur í öllu sem er í umsjón Örnu Ýrar og Chrissie Thelmu.

Lífið
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð í rómantísku fríi í Króatíu

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, eru stödd í Split í Króatíu í rómantísku og ævintýralegu fríi.

Lífið
Fréttamynd

Fagna tveimur brúðkaupsafmælum á einu ári

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech fögnuðu því í gær að eitt ár er liðið frá því að þau gengu í hjónaband við fallega athöfn á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Væri til í bón­orð áður en hún deyr

„Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar.

Lífið
Fréttamynd

Leifur og Hug­rún orðin for­eldrar

Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eignuðust stúlku síðastliðinn föstudag. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Tanja Ýr á von á barni með breskum her­manni

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor eiga von á sínu fyrsta barni saman. Tanja deildi gleðitíðindunum í færslu á Instagram. Á myndunum má sjá fallegar myndir af parinu þar sem óléttkúla Tönju er í aðalhlutverki.

Lífið