Byggðamál

Fréttamynd

Öryggi lands­manna ógnað

Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri.

Skoðun
Fréttamynd

Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80%

Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Innlent
Fréttamynd

Stóri vinningurinn þegar dæturnar tóku við búinu

Svartárkot í Suður-Þingeyjarsýslu var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum en er núna fjölmennasta býli Bárðardals, þótt jörðin sé við jaðar Ódáðahrauns í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Sagan er sögð í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit

Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn

Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin segir lög ekki hafa verið brotin

Vegagerðin segir að stofnunin hafi ekki brotið lög þegar gengið var frá samningum við Norlandair ehf. um flug til Bíldudals og Gjögurs. Ýmsar rangfærslur hafi þó verið á kreiki um málið.

Innlent
Fréttamynd

Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð

Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Rétt­lætið er ekki ein­falt

Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­hlut­verk Akur­eyrar

Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta.

Skoðun
Fréttamynd

Plássið í plássinu

Hvernig má það vera að á meðan við horfum upp á lítil þorp leggjast í eyði vegna fámennis og fólksflótta standi ráðherrar okkar í pontu erlendis og haldi því fram að við séum ekki í aðstöðu til að taka við fleira fólki? Sérstaklega ekki fólki á hrakhólum vegna grimmdar og harðneskju í eigin heimalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Styttist í opnun Dýrafjarðarganga

Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október. Þau leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Loft­brú eru loft­fim­leikar með al­manna­fé

Hin svokallaða Loftbrú, eða niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa ákveðið langt frá höfuðborgarsvæðinu, er gríðarleg sóun á almannafé. Það sem meira er: Það er ekkert sem tryggir að Loftbrúin fljúgi ofan í vasa almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði

Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð.

Innlent