Erlent

Fréttamynd

Fyrirfór sér eftir að hafa skotið gísl

Gíslatökumaðurinn í skóla í Colorado í Bandaríkjunum fyrirfór sér eftir að hafa skotið stúlku sem hann hélt í gíslingu. Stúlkan, sem er nemandi í skólanum, lifði árásina af en er þó alvarlega slösuð.

Erlent
Fréttamynd

Umsátri við framhaldsskóla lokið

Umsátri lögreglu við framhaldsskóla í Bailey í Colarado í Bandaríkjunum er lokið. Fréttavefurinn CNN greinir frá því að byssumaður, sem hélt tveimur stúlkum í gíslingu, sé látinn. Maðurinn réðst inn í skólann fyrr í dag, hóf skothríð og tók sex manns í gíslingu.

Erlent
Fréttamynd

Tveir gíslar í haldi byssumanns

Rýma þrufti bæði grunn- og framhaldsskóla í Bailey í Colarado í Bandaríkjunum þar sem karlmaður vopnaður byssu hóf skothríð fyrr í dag. Maðurinn segist hafa sprengju meðferðis og hefur í haldi tvo gísla.

Erlent
Fréttamynd

Barnaskóli rýmdur í Colarado

Rýma þurfti framhaldsskóla í Bailey í Colarado í Bandaríkjunum á sjöunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um skotárás inni í skólanum. Sérstök sprengisveit lögreglunnar er nú að störfum í skólanum. Ekki er vitað til þess að neinn hafi særst í árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Skurðaðgerð í þyngdarleysi

Franskir skurðlæknar fjarlægðu í dag æxli úr manni við afar óvenjulegar aðstæður. Aðgerðin var gerð um borð í Airbus-þotu sem með reglulegu millibili lyfti sér upp í þyngdarleysi.

Erlent
Fréttamynd

Krajisnik fékk 27 ár

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna dæmdi í dag Momcilo Krajisnik fyrrverandi þingforseta Bosníu-Serba, í 27 ára fangelsi fyrir ýmsa stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna.

Erlent
Fréttamynd

25 uppreisnarmenn í Afganistan drepnir

Afgangskar öryggissveitir skutu 25 uppreisnarmenn til bana í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun. Uppreisnarmennirnir gerðu áhlaup á lögreglustöð í héraðinu en öryggissveitum tókst að hrinda því og felldu 25 menn.

Erlent
Fréttamynd

Telja veru erlends herliðs ógna öryggi sínu

Stærstur hluti Íraka telur að vera erlendra hermanna í landinu dragi úr öryggi í stað þess að auka það. Þetta sýna skoðanakannanir sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og óháðir sérfræðingar hafa gert og greint er frá í bandaríska stórblaðinu Washington Post.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga skattlagningu til að hvetja til meiri barneigna

Rússnesk yfirvöld íhuga að leggja aukaskatt á barnlaust fólk til þess að hvetja til meiri barneigna í landinu. Vladímír Pútín forseti sagði í síðustu stefnuræðu sinni að lág fæðingartíðni væri eitt alvarlegasta vandamál sem þjóðin ætti við að stríða.

Erlent
Fréttamynd

GM vill greiðslu vegna samstarfs

Stjórn bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) er sögð ætla að fara fram á að bílaframleiðendurnir Nissan og Renault greiði fyrirtækinu milljarða bandaríkjadali í meðgjöf verði af samstarfi fyrirtækjanna á sviði bílaframleiðslu. Forstjórar fyrirtækjanna funduðu um samstarfið í París í Frakklandi í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones nálægt sögulegu hámarki

Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan er við það að ná nýjum sögulegum hæðum. Ástæðan fyrir því er hækkun á gengi hlutabréfa á fjármálamörkuðum vestra í kjölfar bjartsýni fjárfesta vegna minnkandi verðbólgu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stúlka lést í árásum á Gaza

Palestínsk unglingsstúlka lést í loftárásum Ísraelsmanna á Gazasvæðið í kvöld. Kona og drengur særðust einnig í árásinni. Stúlkan sem var fjórtán ára lést þegar að bygging féll saman í ársáum Ísraelsmanna. Ísraelski herinn segir árásirnar í kvöld hafa verið gerðar á göng sem notuð hafa verið til að smygla vopnum.

Erlent
Fréttamynd

Hækkun á hráolíuverði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu bæði hækkaði og lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna ótta fjárfesta við að OPEC, samtök olíuútflutningsolíuríkja, muni draga úr framleiðslukvóta vegna snarpra lækkana á olíuverði upp á síðkastið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Blair þakkar þjóðinni og flokknum fyrir sig

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði bæði bresku þjóðinni og Verkamannaflokknum fyrir það tækifæri að fá að leiða þau undanfarin ár í síðustu ræðu sinni á ársþingi Verkamannaflokksins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Enronmaður bíður dóms

Dómur fellur í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag í máli Andrew Fastows, fyrrum fjármálastjóra bandaríska orkurisans Enron, vegna aðildar hans að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001. Búist er við að hann hljóti allt að 10 ára fangelsisdóm vegna málsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Russell Crowe endurlífgar skylmingaþrælinn

Dauðinn er ekki endanlegur í Hollywood. Kvikmyndin um skylmingaþrælinn, sem færði Russell Crowe Óskarsverðlaunin, naut mikilla vinsælda. Svo mikilla að nú stendur til að gera mynd númer tvö um Maximus Decimus. Leikstjórinn Ridley Scott og Crowe, hafa tekið höndum saman um það.

Erlent
Fréttamynd

Rúmenía og Búlgaría fá inngöngu í ESB um áramót

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í dag grænt ljós á það að Búlgaría og Rúmeníua gengju í sambandið í janúar næstkomandi fremur en ári. Löndin þurfa þó líklega að uppfylla ýmiss konar sérákvæði áður en þau verða fullgildir meðlimir.

Erlent
Fréttamynd

Eiturefnaskipi haldið í Eistlandi

Eiturefnaskipið Probo Koala liggur nú í höfn í Eistlandi. Skipið losaði farm af eiturefnaúrgangi í Abidjan á Fílabeinsströndinni í ágúst og hafa sjö manns þegar látist vegna þessa og tugþúsundir hafa þurft að leita læknisaðstoðar.

Erlent