Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Gagnrýni rignir yfir Róbert

Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“

„Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Rafmagnaður bíltúr frá Mosó til Alicante

Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante og það á rafmagnsbíl.

Lífið
Fréttamynd

Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar

Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna

Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví.

Erlent
Fréttamynd

Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“

„Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

Martin þýskur meistari

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara Björk þýskur meistari

Sara Björk Gunnarsdóttir er þýskur meistari enn eitt árið en liðið tryggði sér titilinn í dag með 2-0 sigri á Freiburg í 20. umferðinni en alls eru leiknar 22 umferðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Finnar bjóða Ís­lendinga vel­komna

Finnsk stjórnvöld hafa opnað á ferðir einstaklinga frá sex löndum til Finnlands frá og með 15. júní næstkomandi. Ísland er eitt þeirra ríkja, en athygli vekur að grannlandið Svíþjóð er ekki á lista.

Erlent