Fíkn

Fréttamynd

Peningarnir hans Willums í bar­áttunni við eitrið

Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur.

Innlent
Fréttamynd

„Kannski var ég ekki að pæla í algebru því mamma mín var að deyja“

„Ég bý við það óöryggi að ég held að enginn skilji mig,“ segir leikarinn Gunnar Smári Jóhannsson. Gunnar Smári er 31 árs gamall og hefur upplifað meira en flestir jafnaldrar hans. Sem barn missti hann báða foreldra sína sem og ömmu sína og afa og hefur hann tamið sér að ræða opinskátt um sorgina. 

Menning
Fréttamynd

„Fólk deyr bara á bið­listum“

Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki.

Innlent
Fréttamynd

Minnast þeirra sem hafa látist úr fíkni­sjúk­dómi

Samtök aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF) standa fyrir minningarathöfn í Dómkirkjunni síðdegis í dag til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir fíknisjúkdómi. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, ein stofnenda samtakanna, segir viðburðinn opinn og hefjast klukkan 17.

Innlent
Fréttamynd

Skaða­minnkun, lækning, hroki og hleypi­dómar

Það var áhugavert að hlusta á útvarpsþátt um skaðaminnkun sunnudaginn 3. mars á RÚV og ekki síst viðtal við Árna Tómas Ragnarsson gigtarlækni, sem nú er greinilega „persona non grata“ hjá kollegum sínum og heilbrigðisyfirvöldum vegna lyfjagjafa hans til fólks með fíknivanda til skaðaminnkunar.

Skoðun
Fréttamynd

Fíknisjúkdómar

Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni.

Skoðun
Fréttamynd

Sigur­bogi

Þann 9. mars síðastliðin varð sá gleðilegi atburður að veruleika að svokölluð regnhlífasamtök voru stofnuð og fengu þau nafnið Sigurbogi.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðist á Árna Tómas á lækna­stofu hans

Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hin meintu „ill­virki"

Það sem allir virðast vera að adda mér og Árna Tómasi saman er best að ég komi með annan pistil handa ykkur.

Skoðun
Fréttamynd

Ill­virki hafi verið unnið

Árni Tómas Ragnarsson læknir segir Ölmu Möller landlækni hafa framið illvirki á skjólstæðingum sínum þegar hún stöðvaði starfsemi hans. Þá gagnrýnir hann Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og sakar um blekkingar.

Innlent
Fréttamynd

Sprautu­fíklarnir mínir

Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­væntingin

Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi.

Skoðun
Fréttamynd

Skaði eða skaða­minnkun?

Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið.

Skoðun
Fréttamynd

Sviptur leyfi og vandar Ölmu land­lækni ekki kveðjurnar

Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Fékk að heyra átta ára frá kennara að hann yrði aldrei neitt

Davíð Bergmann var hafnað af menntakerfinu sem barni eftir að hann höfuðkúpubrotnaði sem barn og átti erfitt með lestur. Hann hefur í áratugi unnið með afbrotaunglingum og krökkum sem hafa orðið utanveltu í kerfinu. Hann segir ástríðuna á málaflokknum koma vegna eigin æsku og eigin sögu.

Lífið
Fréttamynd

Kokkar í Krýsu­vík hjá fyrr­verandi eigin­manni og vini sínum

Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína.

Lífið
Fréttamynd

Klámáhorf ung­menna dregist veru­lega saman

Yfirgnæfandi hluti barna í 8. til 10. bekk í Reykjavík reykja ekki, neyta ekki marijúana og hafa ekki orðið ölvuð síðustu 30 daga. Þá hefur áhorf á klám dregist verulega saman síðustu tvö ár og meirihluta barna líður vel í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifði skelfi­lega hluti á neysluárum í Köben

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur hefur gert stjörnukort fyrir fólk í nærri 50 ár. Gunnlaugur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir stóran hluta af þjáningu fólks stafa af rembingi við að passa inn í normið í stað þess að leyfa sér að vera einstaklingur.

Lífið
Fréttamynd

Enn eitt dauðs­fallið í sofandi sam­fé­lagi

Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi.

Skoðun
Fréttamynd

„Allt í einu er ég bara orðinn morfínfíkill að sprauta mig“

„Ég væri til í að fara í dáleiðslu og kafa djúpt hvort það sé eitthvað sem ég hef bara bælt niður, einhverjar minningar. Því ég hef enga ástæðu til þess að vera í þessu volæði,“ segir Davíð Þór Jónsson í síðasta þætti af Fólk eins og við á Stöð 2.

Lífið