Eldri borgarar

Fréttamynd

Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits

Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Búið að skima fjölda íbúa og starfsmanna á Ísafold

Óljóst er hvort að fleiri íbúar hafi smitast af kórnuveirunni á Ísafold hjúkrunarheimili Hrafnistu í Garðabæ. Búið er að skima stóran hóp íbúa og starfsmanna. Forstjóri heimilanna segir að búið sé að grípa til víðtækra ráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir frekari smit.

Innlent
Fréttamynd

Elsti Ís­lendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís

Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum.

Innlent
Fréttamynd

Afi og heilsu­gæslan

Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Sauma­klúbburinn er dáinn

Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það.

Skoðun