Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Engin hættulaus leið til að opna landamæri

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar.

Erlent
Fréttamynd

Árleg kertafleyting við Tjörnina færist á netið

Ekki verður af árlegri kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn til þess að minnast fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjanna á Japan vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þess í stað ætla aðstandendur viðburðarins taka upp fámennari atburð og streyma á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag

Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Grímuskylda í Herjólfi

Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá

Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann.

Innlent
Fréttamynd

Herman Cain dáinn vegna Covid-19

Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.

Erlent