Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Varar við myrkasta vetri sögunnar

Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni.

Erlent
Fréttamynd

„Það er ljós við enda ganganna“

Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

1000 ráð­stefnu­gestir á tímum CO­VID

„Fletjum kúrfuna“ sagði Signe Jungersted, framkvæmdastjóri Group Nao, en átti þar til tilbreytingar ekki við Covid-kúrfuna heldur mikilvægi þess að dreifa fjölda ferðamanna sem víðast og jafnast yfir árið.

Skoðun
Fréttamynd

Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell

Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kórónuveiran mögulega komin til að vera

Svo gæti farið að nýja kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, sé komin til að vera. Þetta sagði einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á blaðamannafundi í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni

Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar.

Erlent
Fréttamynd

Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur

Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sterkasta golfmót allra tíma hér landi?

Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum.

Golf
Fréttamynd

Ekki útlit fyrir frekari viðræður Icelandair og flugfreyja

Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enginn lengur á Landspítalanum með Covid-19

Vatnaskil urðu í kórónuveirufaraldrinum á Íslandi í dag en nú liggur enginn sjúklingur lengur inni á Landspítalanum með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Engu að síður en níu sjúklingar enn á sjúkrahúsinu sem eru jafna sig á alvarlegum veikindum.

Innlent
Fréttamynd

Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair

Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí.

Innlent