Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Stutt samdráttarskeið en hægur bati

Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrir ekki Alfreð eftir kaup á tannkremi

Þjálfari Augsburg, liðs Alfreðs Finnbogasonar, stýrir ekki liðinu gegn Wolfsburg á morgun þegar keppni í þýska fótboltanum hefst að nýju. Hann hefði betur sleppt því að fara sjálfur að kaupa tannkrem og húðkrem.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm skiptingar leyfðar og Íslendingarnir gætu fallið

Þjóðverjar hefja á laugardaginn keppni á ný í efstu deild karla í fótbolta eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði í hverjum leik, og 2-3 lið munu falla eins og á venjulegri leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk

Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á morgun

Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Varar við myrkasta vetri sögunnar

Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni.

Erlent
Fréttamynd

„Það er ljós við enda ganganna“

Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár.

Viðskipti innlent