Söfn

Kastaði tertu í Monu Lisu
Lögregla í Frakklandi handtók í gær karlmann sem hafði kastað tertu sem hafnaði á glerinu sem ver Monu Lisu, málverk Leonardo da Vinci, sem hangir uppi á vegg á listasafninu Louvre í París.

Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið
Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní.

Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins
Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni.

Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði
Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss.

Tommi lögga gaf Héraðsskjalasafni Árnesinga 60 þúsund ljósmyndir
Héraðsskjalasafni Árnesinga hefur borist höfðingleg gjöf því Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumaður á Selfossi var að gefa safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í gegnum árin. Tómas hefur eytt síðustu ellefu árum í sjálfboðavinnu á safninu við að skrásetja myndirnar.

Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda
Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað.

Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum
Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938.

Opnum hliðin – stækkum dalinn
Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi.

„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra.

Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk
Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“
Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum.

54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi
Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd.

Ráðin kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur
Nathalía Druzin Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur.

Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar
Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman.

Vitað um að minnsta kosti 30 falsanir á verkum Muggs
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður á Listasafni Íslands, segir að fölsuð verk eftir listamanninn Mugg séu víða uppi á veggjum; bæði á heimilum og söfnum. Hann telur hin fölsuðu verk telja einhverja tugi.

Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna
Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp.

Þórður í Skógum látinn
Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum er látinn. Hann lést í gær, 100 ára að aldri.

Einstakt listaverkasafn afhent Listasafni Íslands
Listasafn Íslands fékk í dag afhent einstakt listaverkasafn Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Listaverkasafnið inniheldur margar af perlum íslenskrar myndlistar.

Norðmenn fá ekki norsk handrit sem Árni færði Dönum að gjöf
Danir hafa hafnað ósk Norðmanna um að fá afhent sjö handrit sem segja sögu norsks samfélags á öldum áður. Norðmenn fóru þess á leit síðasta sumar að fá afhent handritin með það í hyggju að þau yrði hluti af varanlegri sýningu á Þjóðarbókasafninu í Osló.

Óð í íþróttatreyjur: „Var sífellt suðandi um búninga þegar ég var yngri“
Þegar kemur að söfnunaráráttu standa Íslendingar mörgum ef ekki flestum þjóðum framar, það skiptir litlu máli hvort það séu skór, Iittala-skálar, Omaggio-vasar eða þá íþróttatreyjur.

Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum
Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi.

Lagalegir loftfimleikar á lokadögum í ráðherrastól
Landsmenn þekkja dæmi þess, að á lokadögum sínum í ráðherrastólum hafa íslenskir ráðherrar oft tekið eftirtektarverðar ákvarðanir, og þannig sett eins konar punkta yfir i-ið á sinni ráðherratíð.

Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf
Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands.

Safn Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsið – Takk Una Dóra!
Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur.

Listamaður lagði Reykjavíkurborg í deilu um myndband sem ekki var greitt fyrir
Listamaðurinn Hulda Rós Guðnadóttir lagði Reykjavíkurborg í Héraðsdómi Reykjavíkur í deilu um myndefni í eigu Huldu sem notað hafði verið af borginni á sýningu á Sjóminjasfaninu. Borgin hafði ekki greitt fyrir afnot af myndefninu.

Hægt að finna fyrir töfrunum á ævintýralegu skólabókasafni
Krakkar í Seljaskóla eru himinlifandi með bókasafnsfræðinginn sinn sem leggur allt í skreytingar fyrir hátíðirnar. Jólabókahornið kemur krökkunum í jólaskap og eykur lestraráhuga í leiðinni.

Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný
Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns.

Merkileg dráttarvél gefin á Hvanneyri
Ein merkilegasta dráttarvél landsins er nú komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri en það var Kristján Helgi Bjartmarsson, sem er mikill eljumaður og fagurkerri, sem færði safninu vélina að gjöf. Vélin, sem er gangfær er snúið í gang.

Brynja ráðin forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi
Brynja Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi.

Graðhestaskyr á Brúnastöðum: Skyrland opnað á Selfossi
„Við krakkarnir fengum alltaf graðhestaskyr á Brúnastöðum“, sagði Guðni Ágústsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og fyrrverandi ráðherra þegar nýjasta upplifundarsýning, Skyrland, var opnuð á Selfossi í kvöld í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss.