Lífið

Fréttamynd

Beðið í 20 ár eftir Íslandi

John Grant spilar á Airwaves-hátíðinni á laugardaginn. Hann hefur beðið hálfa ævi eftir því að koma til Íslands og ætlar að dvelja hér í fimm daga.

Lífið
Fréttamynd

Rændur rétt fyrir Airwaves

„Það eru nokkrir með aðstöðu þarna, en það var farið inn í herbergið mitt,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Árni Ágústsson.

Lífið
Fréttamynd

Spegilmynd Jóns Páls í Heimsendi

„Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari.

Lífið
Fréttamynd

Drap móður vegna miða

Brjálaður aðdáandi söngkonunnar Avril Lavigne hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að lemja og stinga móður sína til bana eftir að hún neitaði að aðstoða hann við að kaupa miða á tónleika með Lavigne.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að læra nóturnar

Chris Cornell, söngvari rokksveitarinnar Soundgarden, segist hvorki kunna að lesa né skrifa nótur. Hann sér eftir því að hafa ekki haldið áfram með píanónám sitt þegar hann var lítill.

Lífið
Fréttamynd

Hrífst af Jay-Z og Adele

Chris Martin, söngvari Coldplay, óskar þess að hann hefði samið lögin Empire State of Mind eftir rapparann Jay-Z og Someone Like You eftir söngkonuna Adele. Þegar Jay-Z spilaði lagið fyrir hann fylltist Martin öfund. Þrátt fyrir það segir hann vel samin lög veita sér mikinn innblástur.

Lífið
Fréttamynd

Hulk Hogan í vandræðum

Bandaríski fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan hefur viðurkennt að hafa sóað hundruðum milljóna króna á ferli sínum. Hogan, sem heitir réttu nafni, Terry Bollea, býr núna í leiguhúsnæði eftir að hafa þurft að lækka verðið á glæsivillunni sem hann átti á Flórída um tæpa tvo milljarða til að geta selt hana.

Lífið
Fréttamynd

Lét blása í barminn

Bandaríska slúðurblaðið Us Weekly greinir frá því að hönnuðurinn og raunveruleikaþáttastjarnan Nicole Richie hafi nýlega látið stækka á sér brjóstin.

Lífið
Fréttamynd

Nína opnar sýningu í Lúxemborg

„Mig hefur lengi langað til að opna sýningu hér í Lúxemborg og lét loksins verða af því núna,“ segir Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari en hún opnaði ljósmyndasýningu í Lúxemborg í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Osbourne trúlofaður

Jack Osbourne, sonur rokkarans Ozzy, hefur trúlofast leikkonunni Lisu Stelly. Í fyrra var orðrómur uppi að hinn 25 ára Osbourne væri að hitta fyrirsætuna Sarash McNeilley og að þau hefðu fagnað afmæli hans í Las Vegas.

Lífið
Fréttamynd

Óttast ekki frægðina

Bandaríska leikkonan Emma Stone hefur engar áhyggjur af því að líf sitt eigi eftir að breytast mikið eftir að stórmyndin The Amazing Spider-Man kemur út næsta sumar. Fólk hefur sagt henni í langan tíma að líf hennar ætti eftir að breytast eftir leik sinn í hinum ýmsum kvikmyndum en það hefur ekki gerst hingað til.

Lífið
Fréttamynd

Queen trónir á toppnum

Lagið We Are the Champions með bresku hljómsveitinni Queen er mest grípandi lag allra tíma. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var framkvæmd við Goldsmith-háskólann. Þar rannsökuðu vísindamenn hvað það er sem gerir lög grípandi og settu í framhaldinu saman lista yfir tíu mest grípandi lög allra tíma.

Lífið
Fréttamynd

Anna og Hulli á ferð og flugi

„Ef fólk er á annað borð búið að borga sig inn til að hlæja, hvar sem er á landinu, þá er það gott,“ segir leikkonan Anna Svava Knútsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Tíu klukkutíma með eina plötu

Tónlistarmaðurinn Þórir Georg tók upp sína nýjustu plötu, Afsakið, á aðeins tíu klukkustundum. Þetta er fyrsta sólóplatan hans á íslensku.

Lífið
Fréttamynd

Kynntist nýjum Kobba Magg

„Þegar ég fór að lesa þetta þá brá mér eilítið í brún á köflum og mér fannst ég vera að kynnast nýjum Kobba Magg,“ segir Jakob Frímann Magnússon. Samtalsbók Þórunnar Erlu-Valdimarsdóttur við Stuðmanninn Jakob Frímann Magnússon kemur út fyrir þessi jól.

Lífið
Fréttamynd

Vel launaðar leikkonur

Leikkonan Eva Longoria deilir fyrsta sæti lista tímaritsins Forbes yfir best launuðu leikkonurnar í sjónvarpi, með gamanleikkonunni Tinu Fey úr 30 Rock þáttunum. Longoria, sem leikur hina fögru Gabrielle í Aðþrengdum eiginkonum, vann sér inn um einn og hálfan milljarð á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Love með ævisögu

Courtney Love hefur undirritað samning við bókaforlagið William Morrow um útgáfu sjálfsævisögu. Í bókinni fjallar hún um hjónaband sitt við Kurt Cobain, fyrrum söngvara Nirvana, og feril sinn sem rokkstjarna og leikkona.

Lífið
Fréttamynd

Hrifinn af Gosling

Hjartaknúsarinn fimmtugi George Clooney er gríðarlega ánægður með kollega sinn Ryan Gosling og segir hann afar hæfileikaríkan. Gosling leikur á móti Clooney í myndinni The Ides of March, sem Clooney leikstýrir einnig.

Lífið
Fréttamynd

Hjálmar með nýtt lag

Hjálmar hafa sent frá sér nýtt lag sem nefnist Ég teikna stjörnu. Það verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Órar, sem kemur út 3. nóvember. Hjálmar eru lagðir af stað í tónleikaferð til Finnlands, Rússlands og Eistlands, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Þar koma þeir fram á sjö tónleikum og fara í hljóðver með finnska tónlistarmanninum Jimi Tenor.

Tónlist
Fréttamynd

Hollywood Reporter á Íslandi

„Þetta er alveg frábært og mikill heiður,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff.

Lífið
Fréttamynd

Kátur Clooney á frumsýningu

Það eru mörg fræg nöfn á leikaralista myndarinnar The Ides of March og því mikið um dýrðir á rauða dreglinum við frumsýningu myndarinnar í Beverly Hills á dögunum. George Clooney mætti í nýpressuðum svörtum jakkafötum og einnig nýja kærasta kappans, leikkonan Stacy Keibler, en hún brosti breitt í gulllituðum kjól. Sjarmörinn Ryan Gosling, sem er í aðalhlutverki eins og Clooney, var flottur að venju í flöskugrænum jakkafötum og lakkskóm. Leikkonan unga Evan Rachel Wood mætti töffaraleg í hvítum jakkafötum og Marisa Tomei var í vínrauðum kjól með eins konar leðursvuntu. Báðar leika þær í myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt lag frá Klaufum

Lagið Ást og áfengi með kántríhljómsveitinni Klaufum er á leið í almenna útvarpspilun. Það var samið í samvinnu við lagahöfunda í Nashville og er með íslenskum texta eftir Jónas Friðrik. Lagið var frumflutt á Kántríhátíð á Skagaströnd í ágúst þar sem hljómsveitin heimsótti að sjálfsögðu „kúrekann“ Hallbjörn Hjartarson. Mannabreytingar hafa orðið hjá Klaufum. Hljómsveitina skipa nú þeir Guðmundur Annas Árnason, Birgir Nielsen, Kristján Grétarsson, Friðrik Sturluson og Sigurgeir Sigmundsson. Næsta ball sveitarinnar verður á Spot 15. október.

Tónlist
Fréttamynd

Spila fyrir unglinga

Tónleikaröðin Drullumall hóf göngu sína á miðvikudagskvöld í skúr við Austurbæjarskóla. Verkefnið er ætlað fyrir unglinga í 8. til 10. bekk og eru það félagsmiðstöðvar Kamps í miðborg Reykjavíkur og Hlíðum sem hrintu því af stað í von um að efla grasrótina í íslensku tónlistarlífi.

Lífið
Fréttamynd

The Saturdays til landsins

Enska stúlknasveitin The Saturdays er væntanleg til Íslands um helgina. Stelpurnar ætla að taka upp myndband við nýjan slagara sinn, My Heart Takes Over, sem er nýkominn út.

Tónlist
Fréttamynd

Tileinkar föður sínum plötuna

Trommuleikarinn Einar Scheving hefur gefið út sína aðra sólóplötu, sem nefnist Land míns föður. Hún er óður til Íslands og á henni eru lög Einars við texta nokkurra af þjóðarskáldunum, auk vel þekktra íslenskra þjóðlaga.

Tónlist