Lífið

Fréttamynd

The Sun telur Nylon líkalegan arftaka Girls Aloud

Sú saga hefur gengið í breska tónlistarbransanum nú í nokkrar vikur að stúlknasveitin Girls Aloud sé að leggja upp laupana. Breska slúðurblaðið The Sun er ekkert að tvínóna við hlutina og lýsir því yfir á heimasíðu sinni að Girls Aloud séu líklega að hætta og nú þurfi Bretar að kjósa nýja arftaka þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Fjórðu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 23. júlí kl 17:00. Flytjandi að þessu sinni er orgelleikarinn Guðný Einarsdóttir. Tónleikarnir standa í eina klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis.

Lífið
Fréttamynd

Lifandi vegvísar í Reykjavík

Spennandi nýjung Vinnuskóla Reykjavíkur í ár er samstarfsverkefni við Höfuðborgarstofu um Lifandi vegvísa í miðborginni. Ungmennin sjö sem taka þátt í hinu nýstárlega verkefni luku 10. bekk grunnskólans í vor en hlutverk Vegvísanna er að vera lifandi upplýsingamiðstöð, vísa ferðamönnum til vegar og fræða þá um margvíslega afþreyingarmöguleika í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

„Heita sætið“ á Q Bar í kvöld

Í kvöld heldur tónleikaröðin á Q bar við Ingólfsstræti áfram. Þá sest Kristjana Stefánsdóttir djassari í „Heita sætið“ og syngur mörg sinna uppáhalds laga við undirleik þeirra Agnars Más Magnússonar píanóleikara og Gunnars Hrafnssonar bassaleikara.

Lífið
Fréttamynd

Biggi og fimm manna hljómsveit

The Bigital Orchestra leikur fyrir gesti og gangandi í verslun 12 Tóna að Skólavörðustíg 15 á morgun 21. júlí. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og verða léttar veitingar á boðstólnum. Tónleikarnir í 12 Tónum eru einu tónleikar Bigga í Reykjavík í þetta skiptið

Lífið
Fréttamynd

Andlit norðursins í Vestmannaeyjum

Í sumar gefst Vestmanneyingum og gestum þeirra tækifæri til að virða fyrir sér ljósmyndir Ragnars Axelssonar sem komið hefur verið fyrir utan á salthúsi Ísfélags Vestmannaeyja við Kirkjuveg og Strandveg.

Lífið
Fréttamynd

Hljómaveitin Æla gefur út

Hljómsveitin Æla hefur verið starfandi í þeirri mynd sem hún er í dag frá árinu 2003. Í upphafi átti Æla bara að vera gott partý en nú er komin út breiðskífa sem ber heitið Sýnið tillitssemi, ég er frávik.

Lífið
Fréttamynd

Líf í Eden um helgina

Það að verður mikið um að vera fyrir fjölskyldufólk um helgina í Eden. Trúðurinn Eddi hefur heldur betur slegið í gegn, og hefur nú samið dans- og söngatriði í samstarfi við risa Amazon páfagaukaparið. Einnig er aldrei að vita nema Orkuveitu risarækjurnar og kanínurnar slái á létta strengi.

Lífið
Fréttamynd

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Fimmtudaginn 20. júlí leikur Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, á hádegistónleikum tónleikaraðarinnar Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju. Tónleikarnar, sem byrja kl. 12, hefjast á Kornelíusarmarsi eftir Felex Mendelssohn sem upphaflega var skrifaður fyrir hljómsveit árið 1841.

Lífið
Fréttamynd

Hjólandi á tónleikatúr

Klukkan tólf á hádegi í dag, þriðjudaginn 18. júlí, munu þrír vaskir drengir leggja af stað hjólandi í tónleikatúr hringveginn. Ferðin er farin til að kynna og vekja athygli á SPES-samtökunum og munu þeir hafa opinn baukinn á tónleikum sínum til styrktar samtökunum.

Lífið
Fréttamynd

Lögin hans Jóns míns

Gleðigjafarnir Gunnar Helgason og Felix Bergsson senda frá sér plötuna Lögin hans Jóns míns sem kemur út þann 21. júlí næstkomandi hjá Senu. Platan inniheldur bestu og vinsælustu lögin sem hinn kunni tónlistarmaður Jón Ólafsson hefur samið fyrir þá félaga í gegnum tíðina, enda er platan nefnd honum til heiðurs.

Lífið
Fréttamynd

Moshi Moshi á Airwaves

Líkt og í fyrra mun breska plötuútgáfan Moshi Moshi vera með sérstakt Moshi Moshi kvöld á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Samstarf Airwaves og Moshi Moshi teygir sig nokkur ár aftur í tímann.

Lífið
Fréttamynd

FREYMÓÐSSON-DANLEY-verðlaunin

FREYMÓÐSSON-DANLEY-verðlaunin sem veitt eru íslenskum nemendum fyrir góðan námsárangur við Kaliforníuháskólann í Santa Barbara, voru veitt í annað sinn mánudaginn 12. júní síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

100% sumar

Þessi diskur er sá fyrsti nýrrar útgáfuraðar frá 21 12 Culture Company og inniheldur 20 af heitustu íslensku lögunum vorið og sumarið 2006.

Lífið
Fréttamynd

Forhlustun á fyrstu plötu Dr. Mister & Mr. Handsome

Tónlist.is ætlar að bjóða Íslendingum öllum að hlusta á fyrstu plötu Dr. Mister & Mr. Handsome áður en hún kemur í verslanir nk. fimmtudag. Dirty Slutty Hooker Money er frumburður einnar ferskustu hljómsveitar sem komið hefur fram á sjónarsvið íslenska tónlistarmarkaðarins í mörg ár.

Lífið
Fréttamynd

Morrissey mætir á klakann - Miðasala hefst á morgun

Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli.

Lífið
Fréttamynd

Opnun sýningar í Nýlistasafninu

Laugardaginn 15. júlí kl: 17:00 opna listamennirnir Björk Guðnadóttir, Daníel Magnússon og Hildur Bjarnadóttir sýningar sínar í Nýlistasafninu á Laugarvegi 26.

Lífið
Fréttamynd

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Ji-Youn Han er fyrsti Asíubúinn sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á vegum Alþjóðlegs orgelsumars. Hún leikur á tvennum tónleikum um helgina, kl. 12 laugardaginn 15. júlí og kl. 20. sunnudaginn 16. júlí. Ji-Youn er frá Suður-Kóreu en hefur undanfarið verið við nám í Freiburg í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

Söguganga um Oddeyrina á Akureyri

Árleg söguganga um elsta hluta Oddeyrar verður farin laugardaginn 15. júlí. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum kl. 14. Oddeyrin er ein sandeyranna sem Akureyri byggðist á í upphafi. Hún er mynduð af framburði Glerár sem áður fyrr átti farveg til sjávar suður í Hofsbótina.

Lífið
Fréttamynd

"Opinn skógur" í Tröð við Hellissand

Laugardaginn 15. júlí nk. verður Tröð, við Hellissand á Snæfellsnesi, svæði Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, opnað formlega undir merkjum "Opins skógar" skógræktarfélaganna.

Lífið
Fréttamynd

Videoblogg frá Los Angeles

Ungfru Ísland í ár, Sif Aradóttir, fer til Los Angeles í dag og keppir þar fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe þann 23. júlí. Manuela Ósk, fyrrum ungfrú Ísland, og Karen vinkona hennar ætla fylgja Sif út og videoblogga á hverjum degi þar til keppninni lýkur.

Lífið
Fréttamynd

Djassdívan Andrea á Q Bar

Djassinn heldur áfram að duna á Q Bar þar sem tónlistarmenn stíga á svið á hverju fimmtudagskvöldi í sumar. Í kvöld hefur djassdívan Andrea Gylfadóttir upp raust sína undir leik Gunnars Hrafnssonar bassaleikara og Björns Thoroddsen gítarleikara.

Lífið
Fréttamynd

Menningarhátíð heyrnalausra haldin á Akureyri

Norræn menningarhátíð heyrnarlausra hófst formlega í gær, mánudaginn 10. júlí í Ketilhúsinu á Akureyri og stendur hátíðin til 16. júlí. Rúmlega 250 þátttakendur eru skráðir á menningarhátíðina.

Lífið
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri UNICEF í heimsókn á Íslandi

Framkvæmdastjóri UNICEF, Ann M. Veneman, mun heimsækja Ísland næstkomandi föstudag. Um þessar mundir eru rúm tvö ár frá því landsnefnd fyrir UNICEF á Íslandi hóf störf og mun UNICEF nú gera framtíðarsamning við landsnefndina.

Lífið
Fréttamynd

Reykjavík! með nýja breiðskífu

Reykjavík! og 12 Tónar kynna með stolti nýja breiðskífu sveitarinnar sem heitir einfaldlega 'Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol'. Hljómsveitin Reykjavík!, sem er að mestu ættuð frá Vestfjörðum, gerði útgáfusamning við 12 Tóna ekki alls fyrir löngu og nú er fyrsta plata sveitarinnar loksins komin út en hennar hefur verðið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Lífið
Fréttamynd

Snorri Ásmundsson á heimaslóðum

Snorri Ásmundsson opnar sýningu Laugardaginn 15 Júlí klukkan 16.00, hjá Jónas Viðar gallerí að Kaupvangstræti 12 Akureyri. Snorri hefur komið víða við í listsköpun sinni og á að baki sérkennilegan feril sem listamaður. Snorri hefur verið mjög umdeildur og hafa gjörningar hans oftar en ekki snert viðkvæma strengi hjá samborgurum.

Lífið
Fréttamynd

Elladagur í Laufási

Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir kvöldvöku fimmtudagskvöldið 13. júlí kl. 20:30 í Gamla bænum í Laufási.

Lífið
Fréttamynd

Sýning í sögusetrinu á Hvolsvelli

Laugardaginn 15.júlí opnar Ragnar Sigrúnarson sýningu á verkum sínum í Galleríi Sögusetursins á Hvolsvelli. Ragnar er fæddur í Reykjavík 30. desember 1980. Hann lagði stund á ljósmyndun við “The National College of Photography” í Pretoriu í Suður-Afríku og lauk þar námi í nóvember 2005.

Lífið
Fréttamynd

Tepoki með tónleika

Jazz quartettinn Tepoki heldur Tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun miðvikudag 12.07. Kl :20.00.

Lífið
Fréttamynd

Svona er sumarið 2006 að koma út

Safnplatan Svona er sumarið 2006 kemur í verslanir þann 14. júlí n.k en Sena gefur út plötuna út. Platan er nú sem endranær stútfull af nýjum íslenskum lögum, 21 talsins, í flutningi vinsælustu hljómsveita og söngvara landsins.

Lífið