Vinnustaðurinn

Fréttamynd

„Lúmskar“ skattbreytingar hafa á­hrif á jóla­gjafir

Lögmaður segir takmörk á því hversu mikið má hafa gaman, allavega í augum skattyfirvalda. Nýlegar breytingar á skattmati Ríkisskattstjóra gera það að verkum að hámarksfjárhæð viðburða á vegum fyrirtækis og gjafa samanlagt nemur 163.000 krónum á hvern starfsmann. Þá verður ekki lengur hægt að gefa bankakort með inneign skattfrjálst.

Innlent
Fréttamynd

Pabbi þinn vinnur ekki hér!

Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður

Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur

„Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“

„Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin

„Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“

„Það er ekkert óalgengt að fólk sé með fyrirlestur hér og þar og segi frá því sem vinnustaðurinn er að gera eða takast á við. En þegar kemur að því að bjóða fólki „heim“ er eins og við verðum eitthvað feimnari,“ segir Margrét Tryggvadóttir skemmtana- og forstjóri Nova.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að­eins þremur af hverjum tíu starfs­mönnum hrósað síðustu daga

„Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Umræða starfsfólks oft óvægin og persónuleg en kúnstin að halda alltaf áfram

„Ég viðurkenni alveg að í lok sumars upplifði ég mig hálf örmagna og það gat verið freistandi hugsun að hætta bara við þetta allt saman. Því það að innleiða stefnu tekur verulega á og það geta komið upp tímar þar sem maður veltir fyrir sér hvort þetta er allt þess virði,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í viðtali þar sem við rýnum í það, hvað þarf til að vinnustaðir nái að innleiða stefnu þannig að raunverulegar breytingar eigi sér stað.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt

„Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa.

Atvinnulíf