Geðheilbrigði

Fréttamynd

Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins

Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu.

Innlent
Fréttamynd

Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum

Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu.

Innlent
Fréttamynd

Undir­mönnun, álag og fyrir­mæli sem komust ekki til skila

Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins.

Innlent
Fréttamynd

Ofur­kraftur okkar allra

Húmor og hlátur er alþjóðlegt tungumál sem hefur þann ótrúlega hæfileika að leiða fólk saman og stökkva yfir menningarlegar og tungumála-hindranir. Húmor er einfalt en öflugt tæki sem við elskum flest fyrir getu sína til að lyfta okkur upp og skapa jákvæðar tilfinningar.

Skoðun
Fréttamynd

Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun

Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum.

Innlent
Fréttamynd

Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild

Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar.

Innlent
Fréttamynd

Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild

Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Seg­ir notk­un sam­fé­lags­miðl­a geta skað­að börn

Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga.

Erlent
Fréttamynd

Að skilja engan eftir?

Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert.

Skoðun
Fréttamynd

Of­flæði upp­lýsinga veru­leg ógn við geð­heilsuna

Haraldur Erlendsson geðlæknir segir að gríðarlegt upplýsingaflóð og upplýsingaáreiti sé ein helsta ógn við geðheilsuna og þar með ein helsta áskorun samtímans. Upp sé að alast kynslóð sem aldrei hefur þurft að takast á við erfiðleika sem sé forsenda þroska.

Innlent
Fréttamynd

Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“

„Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa.

Áskorun
Fréttamynd

Tók U-beygju eftir krabba­meins­greiningu og gerðist húð­flúrari

„Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur,“ segir tónlistarmaðurinn, húðflúrslistamaðurinn og kvikmyndatökumaðurinn Gunnar Ingi Jones. Hann greindist með krabbamein 27 ára gamall en náði blessunarlega bata á skömmum tíma. Hann segir andlegu áhrifin hafa komið mánuðum seinna en þessi lífsreynsla hafi kennt honum mikilvægi jákvæðs hugarfars. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá lífinu og listsköpuninni.

Lífið
Fréttamynd

Glæstar vonir en gallað kerfi

Aðeins þrjú ungmenni hafa verið lögð inn á afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni á Landspítalanum síðasta eina og hálfa árið. Við opnun deildarinnar árið 2020 var hún sögð „framsækið“ úrræði sem myndi taka við þremur ungmennum á viku. Framkvæmdarstjóri Stuðla segir allt of flókið að leggja barn inn á deildina. Tæplega tveggja ára starfsemistölur gefa sterkar vísbendingar um að deildin gagnist lítið.

Innlent
Fréttamynd

Söfn stuðla að vel­líðan fólks og sam­fé­laga

Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til nýtt úr­ræði fyrir al­var­lega veika fanga

Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Stór­aukinn stuðningur við ungt fólk í við­kvæmri stöðu

Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan“

Birgitta Ýr Jósepsdóttir er 27 ára kona sem hefur upplifað einelti, misnotkun og barnsmissi. Hún lýsir því hvernig hún þyngdist um fimmtíu kíló á örstuttum tíma sökum vanlíðunar. Hún sigraðist á áföllunum og lifir í dag hamingjusömu lífi. Sindri Sindrason fékk að heyra sögu Birgittu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu mögu­­leika

Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að standa saman að bættum kjörum fanga

Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar leiðir í geð­heil­brigðis­málum

Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða.

Skoðun