KR

Fréttamynd

Ingunn úr Vestur­bænum í Laugar­dalinn

Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, er gengin í raðir Þróttar og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Ingunn var samningslaus og því þarf Þróttur ekki að greiða fyrir miðvörðinn öfluga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fyrir mér er þetta löngu búið“

Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti.

Körfubolti
Fréttamynd

Perry tekur við kvennaliði KR

KR hefur samið við Perry Mclachlan um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í KR en liðið spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. KR segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila saman“

Farið var yfir slaka frammistöðu KR gegn Hetti á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi á föstudaginn var. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR og margfaldur Íslandsmeistari, segir að það sé eins og leikmönnum finnist ekki gaman að spila saman.

Körfubolti
Fréttamynd

Pálmi Rafn leikið sinn síðasta leik á ferlinum

Pálmi Rafn Pálmason lék í kvöld sinn síðasta leik á farsælum ferli er lið hans KR gerði 2-2 jafntefli við Víking í Fossvogi í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Pálmi verður í banni þegar lokaumferð deildarinnar fer fram um næstu helgi og var leikur kvöldsins því hans síðasti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Verið að rífa upp gömul sár“

Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

KR skiptir um Kana

KR-ingar kynntu til leiks nýjan Bandaríkjamann í kvöld en Elbert Clark Matthews samdi við liðið og mun hann leika með KR út leiktímabilið.

Körfubolti