Valur

Fréttamynd

Vals­konur ó­stöðvandi

Íslandsmeistarar Vals eru hreint út sagt óstöðvandi í Olís-deild kvenna í handbolta. Þær unnu í kvöld átta marka útisigur á ÍR, lokatölur í Breiðholti 23-31.

Handbolti
Fréttamynd

„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Elvar er einn mesti stríðs­maður sem við eigum“

Valur mætir Elvari Erni Jónssyni, Arnari Frey Arnarssyni og félögum þeirra í Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hlakkar til að takast á við Íslendingana og stjörnurnar í liði Melsungen og vonast eftir betri frammistöðu hjá sínum mönnum en í fyrri leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Túfa stýrir Val á næsta tíma­bili

Engar þjálfara­breytingar munu eiga sér stað hjá karla­liði Vals í fót­bolta milli tíma­bila. Sr­djan Tufegdzic, sem tók við þjálfara­stöðunni á Hlíðar­enda í ágúst fyrr á þessu ári eftir að Arnari Grétars­syni hafði verið sagt upp störfum, verður á­fram þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur eyddi færslu um stærstu söluna

Valsmenn hafa tekið úr birtingu færslu sem ekki stóð til að færi strax í loftið, um sölu á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð.

Fótbolti