Stjarnan

Fréttamynd

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni

Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjarnan og Selfoss þurfa að endurtaka leikinn eftir dóm HSÍ

Ungmennalið Stjörnunnar og Selfoss þurfa að mætast á ný í Grill66 deild kvenna í handbolta. Þetta er niðurstaða dómstóls HSÍ eftir að handknattleiksdeild Selfoss kærði framkvæmd leiks liðanna sem fram fór í Garðabænum þann 28. nóvember síðastliðinn.

Handbolti
Fréttamynd

Smit í Njarðvík og leik frestað

Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Subway-deild karla í körfubolta, sem fara átti fram á fimmtudaginn, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum Njarðvíkur.

Körfubolti
Fréttamynd

Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur

„Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Patrekur Jóhannesson: Við vorum ekkert að spila nægilega vel

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með stigið sem Stjörnumenn sóttu á móti Fram eftir að hafa verið undir svo gott sem allan leikinn. Stjörnumenn voru ekki sannfærandi bróðurpart leiksins og leit ekki út fyrir að þeir myndu koma sér inn í leikinn. Kraftaverkið gerðist á 59. mínútur þegar að Stjörnumenn náðu loks að jafna og lokatölur 31-31. 

Handbolti