Fram FH, Fram og Afturelding á leið í 16-liða úrslit FH, Fram og Afturelding eru á leið í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ eftir sigra sína í kvöld. FH vann nauman þriggja marka sigur gegn Gróttu í Olís-deildarslag, 25-22, Fram vann Grill66-deildarlið Fjölnis á útivelli, 29-33, og Afturelding vann öruggan tíu marka sigur gegn Grill66-deildarliði Þórs frá Akureyri, 21-31. Handbolti 27.10.2022 21:46 Aðeins eitt lið hefur ekki náð að skora hjá Fram í Úlfarsárdalnum og það tvisvar Framarar héldu marki sínu hreinu í 3-0 sigri á FH í neðri hluta úrslitakeppninnar um helgina og það var langþráð hreint mark hjá Grafarholtsliðinu. Íslenski boltinn 24.10.2022 16:10 Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Handbolti 24.10.2022 14:31 Sjáðu Pohlstjörnuna, hálstakið og stórskrýtið sjálfsmark KA-menn nýttu sér hrikaleg mistök miðvarða Stjörnunnar og eiga góða möguleika á að enda í 2. sæti Bestu deildar karla í fótbolta, eftir 3-0 sigur í Garðabæ í gær. Fram vann einnig 3-0 gegn FH og frestaði nær óumflýjanlegu falli Skagamanna niður um deild. Íslenski boltinn 24.10.2022 07:31 „Það er gott að halda hreinu, við gerum það ekki oft “ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu FH 3-0 í Bestu-deild karla í dag. Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0 í fyrri hálfleik og Guðmundur Magnússon bætti þriðja markinu við í seinni. Fótbolti 23.10.2022 16:38 Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 3-0 | Guðmundur jafnaði Nökkva FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0. Íslenski boltinn 23.10.2022 13:16 Umfjöllun: Selfoss - Fram 27-30 | Annar sigur Framara í röð Fram vann þriggja marka sigur á Selfossi 27-30. Gestirnir komust snemma yfir og þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfoss undir lokin þá hélt Fram sjó sem skilaði tveimur stigum í poka meistaranna. Handbolti 22.10.2022 15:15 Umfjöllun: Fram 29-29 Grótta | Mögnuðum leik í Úlfarsárdal lauk með jafntefli Fram tók á móti Gróttu í Úlfarsárdal í kvöld í sjöttu umferð Olís-deildar karla. Var leikurinn kaflaskiptur og æsispennandi fram á lokasekúndu, en Grótta leiddi leikinn með fjórum mörkum þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 29-29 í Úlfarsárdal. Handbolti 21.10.2022 19:15 Markahæstur þeirra sem eftir eru en má semja við hvaða félag sem er Guðmundur Magnússon, mögulega verðandi markakóngur Bestu deildarinnar í fótbolta, er með riftunarákvæði í samningi sínum við Fram og getur því samið við hvaða félag sem er nú í haust. Íslenski boltinn 20.10.2022 09:46 „Þú getur ekki hlaupið um og keyrt niður fólk“ Eyjamenn fengu víti á móti Fram í gær og í græna herbergi Stúkunnar voru menn ekki sammála um hvort um réttan dóm hafi verið að ræða. Stúkumenn fóru hins vegar yfir það hvernig þau mál enduðu áður en þeir komu inn í myndver til að taka upp þátt gærkvöldsins. Íslenski boltinn 17.10.2022 11:01 Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 1-3 | ÍBV með þriðja sigurinn í röð Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 16.10.2022 16:16 Stefán: Áttræð móðir mín gerði lítið annað en að hrista hausinn Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag en telur liðið þó geta gert mun betur. Handbolti 15.10.2022 16:50 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 21-17 | Meistararnir stigu upp í lokin Íslandsmeistarar Fram höfðu betur gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag, 21-17, í viðureign þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Handbolti 15.10.2022 13:15 „Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“ „Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum. Handbolti 11.10.2022 07:01 Ýttu örfáum sekúndubrotum of seint á bjölluna Í Kviss á laugardaginn mættust Fram og Grótta í 16-liða úrslitunum. Lífið 10.10.2022 12:32 Umfjöllun og viðtal: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Íslenski boltinn 8.10.2022 13:17 „Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. Sport 8.10.2022 16:38 Umfjöllun: Fram - Valur 37-34 | Framarar fyrstir til að leggja Val Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. Handbolti 7.10.2022 18:46 Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik. Handbolti 7.10.2022 22:01 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 27-22 | Valur sterkari á ögurstundu gegn Fram Valur og Fram leiddu saman hesta sína í þriðju umferð í Olís deild kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur í jöfnum leik urðu 27-22 Val í vil. Handbolti 5.10.2022 18:46 Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Handbolti 5.10.2022 08:00 Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Handbolti 4.10.2022 15:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-27| Valsmenn halda áfram sigurgöngunni Valsmenn fengu Fram í heimsókn í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 16-15 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn yfir og unnu með sjö mörkum 34-27. Handbolti 3.10.2022 18:45 Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Handbolti 3.10.2022 15:26 Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“ Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi. Íslenski boltinn 3.10.2022 09:00 „Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki. Fótbolti 2.10.2022 19:38 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. Íslenski boltinn 2.10.2022 16:31 Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. Handbolti 29.9.2022 18:45 Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Handbolti 29.9.2022 21:38 Karen á von á páskaunga Landsliðskonan Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi og lykilmaður Fram í handbolta, verður ekki með Íslandsmeisturunum í vetur þar sem hún er ólétt að sínu öðru barni. Handbolti 29.9.2022 10:21 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 29 ›
FH, Fram og Afturelding á leið í 16-liða úrslit FH, Fram og Afturelding eru á leið í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ eftir sigra sína í kvöld. FH vann nauman þriggja marka sigur gegn Gróttu í Olís-deildarslag, 25-22, Fram vann Grill66-deildarlið Fjölnis á útivelli, 29-33, og Afturelding vann öruggan tíu marka sigur gegn Grill66-deildarliði Þórs frá Akureyri, 21-31. Handbolti 27.10.2022 21:46
Aðeins eitt lið hefur ekki náð að skora hjá Fram í Úlfarsárdalnum og það tvisvar Framarar héldu marki sínu hreinu í 3-0 sigri á FH í neðri hluta úrslitakeppninnar um helgina og það var langþráð hreint mark hjá Grafarholtsliðinu. Íslenski boltinn 24.10.2022 16:10
Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Handbolti 24.10.2022 14:31
Sjáðu Pohlstjörnuna, hálstakið og stórskrýtið sjálfsmark KA-menn nýttu sér hrikaleg mistök miðvarða Stjörnunnar og eiga góða möguleika á að enda í 2. sæti Bestu deildar karla í fótbolta, eftir 3-0 sigur í Garðabæ í gær. Fram vann einnig 3-0 gegn FH og frestaði nær óumflýjanlegu falli Skagamanna niður um deild. Íslenski boltinn 24.10.2022 07:31
„Það er gott að halda hreinu, við gerum það ekki oft “ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu FH 3-0 í Bestu-deild karla í dag. Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0 í fyrri hálfleik og Guðmundur Magnússon bætti þriðja markinu við í seinni. Fótbolti 23.10.2022 16:38
Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 3-0 | Guðmundur jafnaði Nökkva FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0. Íslenski boltinn 23.10.2022 13:16
Umfjöllun: Selfoss - Fram 27-30 | Annar sigur Framara í röð Fram vann þriggja marka sigur á Selfossi 27-30. Gestirnir komust snemma yfir og þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfoss undir lokin þá hélt Fram sjó sem skilaði tveimur stigum í poka meistaranna. Handbolti 22.10.2022 15:15
Umfjöllun: Fram 29-29 Grótta | Mögnuðum leik í Úlfarsárdal lauk með jafntefli Fram tók á móti Gróttu í Úlfarsárdal í kvöld í sjöttu umferð Olís-deildar karla. Var leikurinn kaflaskiptur og æsispennandi fram á lokasekúndu, en Grótta leiddi leikinn með fjórum mörkum þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 29-29 í Úlfarsárdal. Handbolti 21.10.2022 19:15
Markahæstur þeirra sem eftir eru en má semja við hvaða félag sem er Guðmundur Magnússon, mögulega verðandi markakóngur Bestu deildarinnar í fótbolta, er með riftunarákvæði í samningi sínum við Fram og getur því samið við hvaða félag sem er nú í haust. Íslenski boltinn 20.10.2022 09:46
„Þú getur ekki hlaupið um og keyrt niður fólk“ Eyjamenn fengu víti á móti Fram í gær og í græna herbergi Stúkunnar voru menn ekki sammála um hvort um réttan dóm hafi verið að ræða. Stúkumenn fóru hins vegar yfir það hvernig þau mál enduðu áður en þeir komu inn í myndver til að taka upp þátt gærkvöldsins. Íslenski boltinn 17.10.2022 11:01
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 1-3 | ÍBV með þriðja sigurinn í röð Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 16.10.2022 16:16
Stefán: Áttræð móðir mín gerði lítið annað en að hrista hausinn Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag en telur liðið þó geta gert mun betur. Handbolti 15.10.2022 16:50
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 21-17 | Meistararnir stigu upp í lokin Íslandsmeistarar Fram höfðu betur gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag, 21-17, í viðureign þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Handbolti 15.10.2022 13:15
„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“ „Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum. Handbolti 11.10.2022 07:01
Ýttu örfáum sekúndubrotum of seint á bjölluna Í Kviss á laugardaginn mættust Fram og Grótta í 16-liða úrslitunum. Lífið 10.10.2022 12:32
Umfjöllun og viðtal: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Íslenski boltinn 8.10.2022 13:17
„Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. Sport 8.10.2022 16:38
Umfjöllun: Fram - Valur 37-34 | Framarar fyrstir til að leggja Val Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. Handbolti 7.10.2022 18:46
Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik. Handbolti 7.10.2022 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 27-22 | Valur sterkari á ögurstundu gegn Fram Valur og Fram leiddu saman hesta sína í þriðju umferð í Olís deild kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur í jöfnum leik urðu 27-22 Val í vil. Handbolti 5.10.2022 18:46
Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Handbolti 5.10.2022 08:00
Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Handbolti 4.10.2022 15:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-27| Valsmenn halda áfram sigurgöngunni Valsmenn fengu Fram í heimsókn í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 16-15 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn yfir og unnu með sjö mörkum 34-27. Handbolti 3.10.2022 18:45
Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Handbolti 3.10.2022 15:26
Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“ Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi. Íslenski boltinn 3.10.2022 09:00
„Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki. Fótbolti 2.10.2022 19:38
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. Íslenski boltinn 2.10.2022 16:31
Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. Handbolti 29.9.2022 18:45
Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Handbolti 29.9.2022 21:38
Karen á von á páskaunga Landsliðskonan Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi og lykilmaður Fram í handbolta, verður ekki með Íslandsmeisturunum í vetur þar sem hún er ólétt að sínu öðru barni. Handbolti 29.9.2022 10:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent