UMF Njarðvík

Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna
Keflavík og Njarðvík eru bæði úr leik í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta og tölfræðilega er þetta slakasta frammistaða þeirra til samans í meira en fjörutíu ára sögu úrslitakeppninnar.

„Holan var of djúp“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum.

Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn
Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt.

„Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“
Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld þegar Njarðvíkingar héldu lífi í seríunni gegn Álftanesi með stórsigri 107-74 í kvöld.

Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Njarðvík, ÍR og Grótta tryggðu sér í kvöld sæti í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi
Njarðvíkingar gerðu frábærlega í kvöld með að halda einvíginu gegn Álftanes lifandi með 33 stiga sigri 107-74 í kvöld. Með sigrinum í kvöld tryggði Njarðvík sér leik fjögur á Álftanesi á þriðjudaginn.

„Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“
Njarðvík vann í kvöld Stjörnuna 95-89 í spennandi leik. Þetta var þriðji leikurinn í einvíginu en Njarðvík vann alla leikina og þær eru því komnar áfram í undanúrslit. Brittany Dinkins leikmaður Njarðvíkur átti stórleik og skoraði 35 stig en hún var mjög ánægð með leik síns liðs.

Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni
Njarðvíkurkonur eru komnar áfram í undanúrslit Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sex stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 95-89.

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld.

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld.

„Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“
Justin James var stigahæsti maður vallarins er Álftanes vann ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í kvöld.

Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn
Álftanes vann virkilega sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 107-96. Álftanes leiðir því einvígið 2-0.

Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum
Njarðvíkingar eru komnir í lykilstöðu í einvígi þeirra og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna eftir nokkuð öruggan sigur í Umhyggjuhöllinni í kvöld en skotsýning frá Njarðvíkingum í upphafi fjórða leikhluta gerði endanlega út um leikinn.

Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla
Álftanes sótti 89-95 sigur gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Tap varð því niðurstaðan í fyrsta úrslitakeppnisleik Njarðvíkinga á nýjum heimavelli, í IceMar höllinni við Stapaskóla, þar sem stemningin var mun minni en þekktist í Ljónagryfjunni gömlu.

„Þetta var alveg orðið smá stressandi“
Njarðvík tók forystuna gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur í fyrsta leik einvígisins í IceMar-höllinni í kvöld 84-75.

Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik
Njarðvík tók forystuna gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar með níu stiga sigri 84-75 í IceMar-höllinni í kvöld.

Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga
Njarðvíkingar koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir mæta Álftnesingum í fyrstu umferð í einvígi sem er enginn hægðarleikur að spá fyrir um.

Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu
Njarðvík vann 103-110 á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferðinni. Njarðvík hefði þurft ellefu stiga sigur til að stela öðru sætinu af Stjörnunni, en endar í þriðja sæti og Stjarnan í öðru.

Evans farinn frá Njarðvík
Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

Græn gleði í Smáranum
Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.

Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar
Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík í Smáranum, 81-74. Njarðvíkingar skoruðu átta af síðustu níu stigum leiksins.

„Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“
Brittany Dinkins var valinn verðmætasti leikmaður bikarkeppninnar í dag þegar Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 81-74 og tryggði sér VÍS bikar kvenna.

„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“
„Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum.

Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn
Njarðvík er komið í úrslitaleik VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir 84-81 sigur á Hamri/Þór í undanúrslitaleik. Leikurinn væri æsispennandi og Hamar/Þór fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn sinni en tókst ekki.

„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“
Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld.

Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð
Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð.

„Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“
„Leikirnir verða bara stærri og stærri,“ segir Pavel Ermolinskij fyrir næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta. Þeir Helgi Már Magnússon, GAZ-menn, rýndu í toppslag Tindastóls og Njarðvíkur sem þeir lýsa í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld.

Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar
Baráttan um deildarmeistaratitilinn í Bónus deild karla í körfubolta mun standa á milli Tindastóls og Stjörnunnar en Njarðvíkingar eiga ekki lengur möguleika.

Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð
Njarðvík hélt sigurgöngu sinni áfram i Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig á Hlíðarenda.

Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, hefur aukið við sig hjá félaginu og verið ráðinn íþróttastjóri þess.