Fótbolti

Fréttamynd

Man Utd hafði sam­band við Inzaghi

Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar.

Fótbolti
Fréttamynd

Pick­ford bjargaði stigi

Everton og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Markvörðurinn Jordan Pickford reyndist hetja Everton þegar hann varði vítaspyrnu Anthony Gordon í fyrri hálfleik.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“

„Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði  Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR sækir tvo frá Fjölni

KR hefur samið við tvo leikmenn Lengjudeildarliðs Fjölnis um að leika með næstu árin. Um er að ræða markvörðinn Halldór Snæ Georgsson og miðvörðinn Júlíus Mar Júlíusson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þá er ég mjög heimskur þjálfari“

Liverpool á fyrir höndum enn einn hádegisleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sækir Crystal Palace heim á Selhurst Park á morgun. Jurgen Klopp kvartaði gjarnan undan því við fjölmiðla en eftirmaður hans í starfi nálgast það öðruvísi.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Fannst við spila full­kominn fyrri hálf­leik“

„Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það verður allt dýrvitlaust“

„Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári með skoðunar­ferð fyrir Víkinga á Kýpur

Víkingar undirbúa sig fyrir fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu síðar í dag. Andstæðingurinn er Omonoia í Kýpur en Kári Árnason var leikmaður liðsins á sínum tíma. Þrátt fyrir að hafa stoppað stutt við þekkir hann til á svæðinu og kynnir menn fyrir landi og þjóð í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Frum­sýna nýja Evróputreyju

Víkingar verða í nýrri, sérstakri Evróputreyju í komandi Sambandsdeildarævintýri. Sú verður frumsýnd í leik dagsins við Omonoia frá Kýpur.

Fótbolti