Spænski boltinn

Fréttamynd

Í leit að full­komnun: Ekkert fær ofur­lið Barcelona stöðvað

Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Dani Alves snúinn aftur til Barcelona

Hinn 38 ára Dani Alves hefur náð samkomulagi við sitt fyrrum félag, Barcelona, um að leika með liðinu út tímabilið. Hann mun byrja að æfa með liðinu í næstu viku, en má ekki spila fyrr en í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Real vill losna við sex leik­menn

Spænska knattspyrnufélagið Real Madríd stefnir á að losa sig við sex leikmenn sem fyrst til þess að lækka launakostnað félagsins og búa þannig til pláss fyrir leikmenn á borð við Kylian Mbappé.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid á toppinn eftir sigur

Það var mikið undir þegar að Real Madrid fékk nágranna sína í Rayo Vallecano í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 þá þurftu Madrídingar aðeins að svitna í lokin en unnu að síðustu góðan sigur, 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona glutraði niður þriggja marka forystu

Barcelona glutraði niður þriggja marka forystu í leik gegn Celta Vigo í dag í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar komust í 0-3 en Celta Vigo náði að jafna í 3-3 í þessum síðasta leik liðsins áður en Xavi tekur við liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi mættur til Barcelona

Spænska stórveldið Barcelona hefur staðfest ráðningu goðsagnarinnar Xavi Hernandez í knattspyrnustjórastól félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi vill komast „heim“ á Nývang

Allt bendir til þess að Barcelona goðsögnin Xavi taki við sem þjálfari spænska stórliðsins Barcelona á næstunni. Hann er í dag þjálfari Al Sadd í Katar en vonast til að liðin komist að samkomulagi svo hann komist „heim“ á Nývang í Katalóníu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi vill snúa aftur til Barcelona

Þó að Lionel Messi hafi yfirgefið Barcelona í sumar og gengið í raðir PSG þá hefur hann mikinn áhuga á að starfa meira fyrir Barcelona í framtíðinni.

Fótbolti