Árás á bandaríska þinghúsið

Fréttamynd

Þingmenn vilja ákæra Bannon

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna.

Erlent
Fréttamynd

Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn

Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið.

Erlent
Fréttamynd

Þverpólitísk sátt um ávítur á hendur Bannon

Nefnd þingmanna úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem rannsakar uppþotið og árásina á þinghúsið í Washington í janúar hefur úrskurðað samhljóða að Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Dondalds Trump fyrrverandi forseta, hafi gerst sekur um að sýna þinginu óvirðingu.

Erlent
Fréttamynd

Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari

Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar.

Erlent
Fréttamynd

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Lög­reglu­maðurinn sem banaði inn­rásar­konu stígur fram

Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togi Proud Boys í fimm mánaða fangelsi

Leiðtogi bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys var í gær dæmdur í rúmlega fimm mánaða fangelsi fyrir að ólöglegan vopnaburð og að brenna Black Lives Matter fána sem liðsmenn hópsins höfðu stolið.

Erlent
Fréttamynd

Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir á­rásina á þing­húsið

Karl­­maður frá Flórída­­fylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldunga­­deildar Banda­­ríkja­þings þegar stað­­festa átti niður­­­stöður for­­seta­­kosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við á­­rásina á þing­húsið.

Erlent
Fréttamynd

Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York

Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“.

Erlent
Fréttamynd

Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar á móti rannsókn á árásinni á þinghúsið

Leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings styður ekki tillögu um að óháð nefnd beggja flokka rannsaki mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar. Sumir flokksbræður hans hafa undanfarið tekið til við að gera lítið úr alvarleika árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump

Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni.

Erlent
Fréttamynd

Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt.

Erlent