Þýski boltinn Bayern á siglingu Meistarar Bayern Munchen létu vonbrigðin gegn AC Milan í meistaradeildinni í vikunni ekki hafa áhrif á sig í dag þegar liðið malaði Frankfurt 5-2 og vann þar með 11. heimaleikinn í röð í deildinni. Michael Ballack og Paolo Guerrero skoruðu tvö mörk hvor og Claudio Pizzaro eitt og Bayern hefur þægilega forystu á toppi deildarinnar. Sport 25.2.2006 20:03 Trapattoni rekinn frá Stuttgart Ítalski knattspyrnustjórinn Giovanni Trapattoni hefur verið rekinn úr starfi hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Það verður fyrrum þjálfari Hansa Rostock, Armin Veh, sem tekur við liðinu í hans stað. Sport 10.2.2006 18:04 Ballack skoraði eina markið Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig. Sport 4.2.2006 17:56 Ballack fær engan draumasamning Forráðamenn Bayern Munchen láta nú í það skína að litlir peningar verði handbærir til að bjóða Michael Ballack risasamning, en núverandi samningur hans rennur út í sumar. Ballack hefur fram að þessu ekki viljað ræða nýjan samning og hefur verið orðaður við lið á Englandi og á Spáni. Sport 30.1.2006 14:27 Bayern fjölgar sætum á heimavelli sínum Þýsku meistararnir í Bayern Munchen hafa ákveðið að bæta við rúmum 3.000 sætum á heimavöll sinn Allianz Arena fljótlega og því mun völlurinn taka við tæplega 70.000 manns á næstunni. Þetta var ákveðið eftir að uppselt var á tólf heimaleiki liðsins í röð í vetur. Breytingarnar eru ekki fyrirhafnarmiklar og því var ákveðið að ráðast í framkvæmdirnar strax. Sport 9.1.2006 17:05 Schalke ræður nýjan þjálfara Þýska úrvalsdeildarliðið Schalke tilkynnti í dag að aðstoðarþjálfari liðsins, Mirko Slomka, hefði verið gerður að nýjum aðalþjálfara liðsins eftir að Ralf Rangnick var rekinn á dögunum. Schalke er í fjórða sæti í þýsku úrvalsdeildinni, en þar á bæ eru kröfurnar miklar um árangur. Sport 4.1.2006 15:52 Augenthaler tekinn við Wolfsburg Fyrrum landsliðsmaðurinn Klaus Augenthaler hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Wolfsburg, en samningurinn gildir út árið 2007. Augenthaler tekur við af Holger Fach sem var rekinn fyrir jólin, en hann stýrði áður liði Bayer Leverkusen. Sport 29.12.2005 20:28 Bayern mætir Mainz í 8-liða úrslitunum Bayern Munchen tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins með sigri á HSV 1-0. Það var enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem skoraði mark Bayern í framlengingu. Þriðjudeildarlið St.Pauli sló Hertha Berlin úr keppni með sigri í framlengingu 4-3. Sport 22.12.2005 17:06 Áttundi stjórinn rekinn Holger Fach þjálfara og Thomas Strunz knattspyrnustjóra Wolfsburg var sagt upp störfum hjá félaginu í dag eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum það sem af er vetri. Þetta er því í áttunda skipti í vetur sem þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni eru látinn taka pokann sinn. Sport 19.12.2005 18:08 Ætlar að skrifa undir nýjan samning Ef marka má fréttir úr þýskum blöðum í dag, mun markvörðurinn Oliver Kahn líklega skrifa undir nýjan samning við Bayern sem gilda mun til ársins 2008. "Mér líður of vel hérna til að hugsa um að fara annað," sagði Kahn. Kahn hefur verið hjá Bayern síðan 1994 og eftir frábæra frammistöðu með liðinu á árinu, er talið víst að hann verji mark Þjóðverja á HM í sumar. Sport 18.12.2005 18:44 Kohler tekur við Duisburg Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Jurgen Kohler var í dag ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Duisburg, sem er í bullandi fallbaráttu í deildinni. Kohler kemur í stað Norbert Meier sem var rekinn fyrir að skalla leikmann á dögunum. Kohler hefur aldrei þjálfað áður, en er ýmsum hnútum kunnugur í boltanum og varð m.a. heims- og Evrópumeistari með Þjóðverjum í tíunda áratugnum. Sport 17.12.2005 19:54 Bayern með örugga forystu í jólafríið Meistarar Bayern Munchen fara með þægilegt forskot inn í jólafríið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir góðan 2-1 útisigur á Dortmund í dag. Ali Karimi skoraði fyrsta mark Bayern í dag og Claudio Pizzarro það síðara. Florian Kringe minnkaði muninn fyrir Dortmund undir lokin. Liðin í öðru og þriðja sæti, Hamburg og Bremen eigast við á morgun, en Bayern hefur sjö stiga forystu á toppnum. Sport 17.12.2005 19:44 Ragnick hættur hjá Schalke Ralf Rangnick hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarliðið Schalke. Rangnick hafði ætlað að hætta eftir að samningur hans rynni út í sumar, en hann hefur átt erfitt samband við stjórn liðsins að undanförnu og gengi liðsins hefur ekki þótt nógu gott. Sport 12.12.2005 15:05 Elber látinn fara frá Gladbach? Brasilíski framherjinn Giovane Elber verður látinn fara frá þýska úrvalsdeildarliðinu Borussia Mönchengladbach um helgina ef marka má fréttir úr þýskum fjölmiðlum, en hann ku hafa verið til eintómra vandræða síðan hann kom á frjálsri sölu frá franska liðinu Lyon í janúar. Elber hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Gladbach í vetur, en hann er markahæsti útlendingur í sögu úrvalsdeildarinnar með 133 mörk. Sport 4.12.2005 15:17 Neitar ásökunum um peningagræðgi Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi. Sport 17.11.2005 14:59 Hoyzer dómari í fangelsi í á þriðja ár Knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer var í dag dæmdur í tveggja ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að taka við mútugreiðslum í níu leikjum sem hann dæmdi á síðasta ári. Sport 17.11.2005 12:37 Allt annað en Madrid yrði skref aftur á bak "Keisarinn" Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur látið hafa það eftir sér að úr því útlit sé fyrir að Michael Ballack sé að fara frá Bayern, sé Real Madrid eini raunhæfi kosturinn fyrir hann því annarsstaðar nái hann ekki að bæta sig sem knattspyrnumaður. Sport 16.11.2005 16:08 Gunnar Heiðar metinn á 2 milljónir punda Breska dagblaðið Sunday Mirror greindi frá því í gær að Steve Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Birmimgham, ætli að gera sænska liðinu Halmstad tilboð í Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Eyjapeyjinn er sagður metinn á 2 mlljónir punda en það jafngildir um 216 milljónum íslenskra króna. Sport 14.11.2005 10:39 Ballack verður ekki seldur í janúar Michael Becker, umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack hjá Bayern Munchen, segir að leikmaðurinn verði alls ekki seldur frá Bayern þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar, en fjöldi liða er á höttunum eftir Ballack sem hefur enn ekki gefið upp hvort hann ætli að framlengja samning sinn við Bayern. Sport 9.11.2005 17:42 Hannover rekur þjálfarana Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover 96 hefur rekið aðalþjálfarann Ewald Lienen og aðstoðarmann hans Michael Frontzeck, eftir að þeir náðu aðeins einum sigri í síðustu átta leikjum með liðið. Lienen er þriðji þjálfarinn sem tekur pokann sinn í úrvalsdeildinni í vetur, en áður höfðu þeir Klaus Augenthaler hjá Leverkusen og Wolfgan Wolf hjá Nurnberg verið látnir fara. Sport 9.11.2005 13:03 Móðgaði lestarstjóra Hinn litríki fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni er ekki að afla sér vinsælda í Þýskalandi þar sem hann stýrir Bundesliguliði Stuttgart við slæman orðstír. Hann er ekki bara í ónáðinni hjá stuðningsmönnum liðsins sem hefur byrjað tímabilið skelfilega heldur hefur honum nú tekist að reita til reiði lestarstjóra í landinu. Sport 30.10.2005 13:11 Frankfurt burstaði Schalke Þýska úrvalsdeildarliðið Frankfurt er heldur betur í stuði þessa dagana, því eftir að hafa unnið Cologne 6-3 um helgina, burstaði Frankfurt lið Schalke í gærkvöldi 6-0. Schalke komst alla leið í úrslitin í fyrra, en voru niðurlægðir í gærkvöldi. Sport 26.10.2005 04:14 Bayern á toppinn í Þýskalandi Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen skutust í toppsæti úrvalsdeildarinnar í dag þegar þeir tóku Duisburg í kennslustund 4-0 á heimavelli sínum. Michael Ballack, Ze Roberto, Claudio Pizarro og Roque Santa Cruz skoruðu mörk Bayern í leiknum. Sport 23.10.2005 17:51 Ballack lofar ákvörðun fyrir jól Miðjumaðurinn sterki, Michael Ballack hjá Bayern Munchen, hefur lofað félaginu að hann tilkynni ákvörðun um framtíð sína fyrir jól, en hann hefur mikið verið orðaður við Manchester United eftir að samningi hans hjá þýska liðinu lýkur. Sport 23.10.2005 17:50 Hargreaves samdi við Bayern Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hefur framlengt samning sinn við þýsku meistarana Bayern Munchen um fjögur ár og slekkur þar með í þeim orðrómi um að hann snúi til heimalandsins og spili í úrvalsdeildinni ensku. Sport 23.10.2005 15:04 United fylgist með Ballack Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack mun funda með forráðamönnum Bayern Munchen síðar í þessum mánuði, þar sem nýr samningur verður aðalumræðuefnið. Ekki er búist við að Ballack semji áfram við Bayern, en samningur hans rennur út í sumar. Sport 23.10.2005 15:03 Ziege að hugsa um að hætta Þýski varnarmaðurinn Christian Ziege óttast að þrálát ökklameiðsli sem hann hefur átt við að stríða lengi séu að neyða hann til að leggja skóna á hilluna. Ziege leikur með Gladbach í þýsku úrvalsdeildinni, en lék áður á Englandi, meðal annars með Liverpool og Tottenham. Sport 23.10.2005 15:02 Loksins tapaði Bayern Þýsku meistararnir í Bayern Munchen töpuðu loks sínum fyrsta leik í Bundesligunni í dag þegar liðið sótti sprækt lið Hamburger heim og tapaði 2-0. Sigur HSV var síst of stór og aðeins góður leikur Oliver Kahn í marki heimamanna bjargaði meisturunum frá stærra tapi. Sport 23.10.2005 14:59 Naumur sigur Bayern á Frankfurt Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Sport 17.10.2005 23:46 Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hamburger komst í annað sæti deildarinnar með góðum útisigri á Stuttgart. Leverkusen sigraði Cologne 2-1, Hertha sigraði Duisburg 3-2 og Nurnberg og Schalke skildu jöfn 1-1. Þá vann Mainz sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það lagði Kaiserslautern 2-0 á útivelli. Sport 17.10.2005 23:47 « ‹ 110 111 112 113 114 115 … 115 ›
Bayern á siglingu Meistarar Bayern Munchen létu vonbrigðin gegn AC Milan í meistaradeildinni í vikunni ekki hafa áhrif á sig í dag þegar liðið malaði Frankfurt 5-2 og vann þar með 11. heimaleikinn í röð í deildinni. Michael Ballack og Paolo Guerrero skoruðu tvö mörk hvor og Claudio Pizzaro eitt og Bayern hefur þægilega forystu á toppi deildarinnar. Sport 25.2.2006 20:03
Trapattoni rekinn frá Stuttgart Ítalski knattspyrnustjórinn Giovanni Trapattoni hefur verið rekinn úr starfi hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Það verður fyrrum þjálfari Hansa Rostock, Armin Veh, sem tekur við liðinu í hans stað. Sport 10.2.2006 18:04
Ballack skoraði eina markið Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig. Sport 4.2.2006 17:56
Ballack fær engan draumasamning Forráðamenn Bayern Munchen láta nú í það skína að litlir peningar verði handbærir til að bjóða Michael Ballack risasamning, en núverandi samningur hans rennur út í sumar. Ballack hefur fram að þessu ekki viljað ræða nýjan samning og hefur verið orðaður við lið á Englandi og á Spáni. Sport 30.1.2006 14:27
Bayern fjölgar sætum á heimavelli sínum Þýsku meistararnir í Bayern Munchen hafa ákveðið að bæta við rúmum 3.000 sætum á heimavöll sinn Allianz Arena fljótlega og því mun völlurinn taka við tæplega 70.000 manns á næstunni. Þetta var ákveðið eftir að uppselt var á tólf heimaleiki liðsins í röð í vetur. Breytingarnar eru ekki fyrirhafnarmiklar og því var ákveðið að ráðast í framkvæmdirnar strax. Sport 9.1.2006 17:05
Schalke ræður nýjan þjálfara Þýska úrvalsdeildarliðið Schalke tilkynnti í dag að aðstoðarþjálfari liðsins, Mirko Slomka, hefði verið gerður að nýjum aðalþjálfara liðsins eftir að Ralf Rangnick var rekinn á dögunum. Schalke er í fjórða sæti í þýsku úrvalsdeildinni, en þar á bæ eru kröfurnar miklar um árangur. Sport 4.1.2006 15:52
Augenthaler tekinn við Wolfsburg Fyrrum landsliðsmaðurinn Klaus Augenthaler hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Wolfsburg, en samningurinn gildir út árið 2007. Augenthaler tekur við af Holger Fach sem var rekinn fyrir jólin, en hann stýrði áður liði Bayer Leverkusen. Sport 29.12.2005 20:28
Bayern mætir Mainz í 8-liða úrslitunum Bayern Munchen tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins með sigri á HSV 1-0. Það var enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem skoraði mark Bayern í framlengingu. Þriðjudeildarlið St.Pauli sló Hertha Berlin úr keppni með sigri í framlengingu 4-3. Sport 22.12.2005 17:06
Áttundi stjórinn rekinn Holger Fach þjálfara og Thomas Strunz knattspyrnustjóra Wolfsburg var sagt upp störfum hjá félaginu í dag eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum það sem af er vetri. Þetta er því í áttunda skipti í vetur sem þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni eru látinn taka pokann sinn. Sport 19.12.2005 18:08
Ætlar að skrifa undir nýjan samning Ef marka má fréttir úr þýskum blöðum í dag, mun markvörðurinn Oliver Kahn líklega skrifa undir nýjan samning við Bayern sem gilda mun til ársins 2008. "Mér líður of vel hérna til að hugsa um að fara annað," sagði Kahn. Kahn hefur verið hjá Bayern síðan 1994 og eftir frábæra frammistöðu með liðinu á árinu, er talið víst að hann verji mark Þjóðverja á HM í sumar. Sport 18.12.2005 18:44
Kohler tekur við Duisburg Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Jurgen Kohler var í dag ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Duisburg, sem er í bullandi fallbaráttu í deildinni. Kohler kemur í stað Norbert Meier sem var rekinn fyrir að skalla leikmann á dögunum. Kohler hefur aldrei þjálfað áður, en er ýmsum hnútum kunnugur í boltanum og varð m.a. heims- og Evrópumeistari með Þjóðverjum í tíunda áratugnum. Sport 17.12.2005 19:54
Bayern með örugga forystu í jólafríið Meistarar Bayern Munchen fara með þægilegt forskot inn í jólafríið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir góðan 2-1 útisigur á Dortmund í dag. Ali Karimi skoraði fyrsta mark Bayern í dag og Claudio Pizzarro það síðara. Florian Kringe minnkaði muninn fyrir Dortmund undir lokin. Liðin í öðru og þriðja sæti, Hamburg og Bremen eigast við á morgun, en Bayern hefur sjö stiga forystu á toppnum. Sport 17.12.2005 19:44
Ragnick hættur hjá Schalke Ralf Rangnick hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarliðið Schalke. Rangnick hafði ætlað að hætta eftir að samningur hans rynni út í sumar, en hann hefur átt erfitt samband við stjórn liðsins að undanförnu og gengi liðsins hefur ekki þótt nógu gott. Sport 12.12.2005 15:05
Elber látinn fara frá Gladbach? Brasilíski framherjinn Giovane Elber verður látinn fara frá þýska úrvalsdeildarliðinu Borussia Mönchengladbach um helgina ef marka má fréttir úr þýskum fjölmiðlum, en hann ku hafa verið til eintómra vandræða síðan hann kom á frjálsri sölu frá franska liðinu Lyon í janúar. Elber hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Gladbach í vetur, en hann er markahæsti útlendingur í sögu úrvalsdeildarinnar með 133 mörk. Sport 4.12.2005 15:17
Neitar ásökunum um peningagræðgi Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi. Sport 17.11.2005 14:59
Hoyzer dómari í fangelsi í á þriðja ár Knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer var í dag dæmdur í tveggja ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að taka við mútugreiðslum í níu leikjum sem hann dæmdi á síðasta ári. Sport 17.11.2005 12:37
Allt annað en Madrid yrði skref aftur á bak "Keisarinn" Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur látið hafa það eftir sér að úr því útlit sé fyrir að Michael Ballack sé að fara frá Bayern, sé Real Madrid eini raunhæfi kosturinn fyrir hann því annarsstaðar nái hann ekki að bæta sig sem knattspyrnumaður. Sport 16.11.2005 16:08
Gunnar Heiðar metinn á 2 milljónir punda Breska dagblaðið Sunday Mirror greindi frá því í gær að Steve Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Birmimgham, ætli að gera sænska liðinu Halmstad tilboð í Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Eyjapeyjinn er sagður metinn á 2 mlljónir punda en það jafngildir um 216 milljónum íslenskra króna. Sport 14.11.2005 10:39
Ballack verður ekki seldur í janúar Michael Becker, umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack hjá Bayern Munchen, segir að leikmaðurinn verði alls ekki seldur frá Bayern þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar, en fjöldi liða er á höttunum eftir Ballack sem hefur enn ekki gefið upp hvort hann ætli að framlengja samning sinn við Bayern. Sport 9.11.2005 17:42
Hannover rekur þjálfarana Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover 96 hefur rekið aðalþjálfarann Ewald Lienen og aðstoðarmann hans Michael Frontzeck, eftir að þeir náðu aðeins einum sigri í síðustu átta leikjum með liðið. Lienen er þriðji þjálfarinn sem tekur pokann sinn í úrvalsdeildinni í vetur, en áður höfðu þeir Klaus Augenthaler hjá Leverkusen og Wolfgan Wolf hjá Nurnberg verið látnir fara. Sport 9.11.2005 13:03
Móðgaði lestarstjóra Hinn litríki fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni er ekki að afla sér vinsælda í Þýskalandi þar sem hann stýrir Bundesliguliði Stuttgart við slæman orðstír. Hann er ekki bara í ónáðinni hjá stuðningsmönnum liðsins sem hefur byrjað tímabilið skelfilega heldur hefur honum nú tekist að reita til reiði lestarstjóra í landinu. Sport 30.10.2005 13:11
Frankfurt burstaði Schalke Þýska úrvalsdeildarliðið Frankfurt er heldur betur í stuði þessa dagana, því eftir að hafa unnið Cologne 6-3 um helgina, burstaði Frankfurt lið Schalke í gærkvöldi 6-0. Schalke komst alla leið í úrslitin í fyrra, en voru niðurlægðir í gærkvöldi. Sport 26.10.2005 04:14
Bayern á toppinn í Þýskalandi Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen skutust í toppsæti úrvalsdeildarinnar í dag þegar þeir tóku Duisburg í kennslustund 4-0 á heimavelli sínum. Michael Ballack, Ze Roberto, Claudio Pizarro og Roque Santa Cruz skoruðu mörk Bayern í leiknum. Sport 23.10.2005 17:51
Ballack lofar ákvörðun fyrir jól Miðjumaðurinn sterki, Michael Ballack hjá Bayern Munchen, hefur lofað félaginu að hann tilkynni ákvörðun um framtíð sína fyrir jól, en hann hefur mikið verið orðaður við Manchester United eftir að samningi hans hjá þýska liðinu lýkur. Sport 23.10.2005 17:50
Hargreaves samdi við Bayern Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hefur framlengt samning sinn við þýsku meistarana Bayern Munchen um fjögur ár og slekkur þar með í þeim orðrómi um að hann snúi til heimalandsins og spili í úrvalsdeildinni ensku. Sport 23.10.2005 15:04
United fylgist með Ballack Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack mun funda með forráðamönnum Bayern Munchen síðar í þessum mánuði, þar sem nýr samningur verður aðalumræðuefnið. Ekki er búist við að Ballack semji áfram við Bayern, en samningur hans rennur út í sumar. Sport 23.10.2005 15:03
Ziege að hugsa um að hætta Þýski varnarmaðurinn Christian Ziege óttast að þrálát ökklameiðsli sem hann hefur átt við að stríða lengi séu að neyða hann til að leggja skóna á hilluna. Ziege leikur með Gladbach í þýsku úrvalsdeildinni, en lék áður á Englandi, meðal annars með Liverpool og Tottenham. Sport 23.10.2005 15:02
Loksins tapaði Bayern Þýsku meistararnir í Bayern Munchen töpuðu loks sínum fyrsta leik í Bundesligunni í dag þegar liðið sótti sprækt lið Hamburger heim og tapaði 2-0. Sigur HSV var síst of stór og aðeins góður leikur Oliver Kahn í marki heimamanna bjargaði meisturunum frá stærra tapi. Sport 23.10.2005 14:59
Naumur sigur Bayern á Frankfurt Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Sport 17.10.2005 23:46
Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hamburger komst í annað sæti deildarinnar með góðum útisigri á Stuttgart. Leverkusen sigraði Cologne 2-1, Hertha sigraði Duisburg 3-2 og Nurnberg og Schalke skildu jöfn 1-1. Þá vann Mainz sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það lagði Kaiserslautern 2-0 á útivelli. Sport 17.10.2005 23:47