Fjármál heimilisins

Fréttamynd

Ís­lands­banki hækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka vexti frá og með mánudeginum 19. desember næstkomandi. Breytingarnar tala gildi í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig, úr 5,75 prósent í sex prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítill munur á verði á jólamat milli Bónuss og Krónunnar

Bónus var oftast með lægsta verðið í nýlegri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólamat. Könnunin var gerð í átta matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar, verðbreytingar tíðar og hvetur ASÍ neytendur til að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum.

Neytendur
Fréttamynd

Kaup­máttar­minnkun á milli ára á þriðja árs­fjórðungi

Bráðabirgðaniðurstöður Hagstofu Íslands sýna 5,8 prósent aukningu á ráðstöfunartekjum heimilisgeirans á þriðja ársfjórðungi miðað við á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 2,9 prósent en kaupmáttur þeirra á sama tíma dregist saman um 6,1 prósent. Í kaupmáttarútreikningum er tekið tillit til verðlagsþróunar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skilagjald hækki um tvær krónur

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að skilagjald einnota drykkjarvöruumbúða hækki um tvær krónur, úr átján krónum í tuttugu. Gjaldið var síðast hækkað í fyrrasumar. 

Neytendur
Fréttamynd

Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn hækkar vexti

Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð

Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn færa verslun og þjónustu upp á hærra stig

Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram­haldandi kröftugur hag­vöxtur

Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. 

Neytendur
Fréttamynd

Að­gerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaða­mótin

Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun.

Innlent
Fréttamynd

Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk  allt of flókið

Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk.

Innlent
Fréttamynd

Húsnæðisverð leitar upp á við þrátt fyrir minni eftirspurn

Þrátt fyrir að íbúðum í byggingu hafi fjölgað um ríflega fimmtung milli ára vantar enn að minnsta kosti þúsund til að uppfylla þörfina að mati sérfræðings hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Töluvert hafi dregið úr eftirspurn eftir húsnæði en verð samt haldið áfram að hækka.

Innlent
Fréttamynd

Var verð­bólgan fundin upp á Tenerife?

Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar.

Skoðun
Fréttamynd

Te­ne­ferðir seðla­banka­stjóra og hamsturinn ég

Heildarskuldir mínar og litla fyrirtækisins míns sem ég rek voru 24 milljónir árið 2007. Ég væri skuldlaus maður í dag ef ekki hefði komið til hrunsins árið 2008 og enduðu skuldir mínar í 45 milljónum haustið 2008. En skítt með það.

Skoðun
Fréttamynd

Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. 

Neytendur
Fréttamynd

Til­boðskvíðinn raun­veru­legur

Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jólabónus á þriðja farrrými

Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim.

Skoðun
Fréttamynd

100 þúsund króna högg fyrir há­tíðirnar

Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega.

Skoðun