Seinni heimsstyrjöldin

Fréttamynd

Fjórir slösuðust þegar gömul sprengja sprakk í München

Fjórir slösuðust í gær þegar 250 kílógramma sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sprakk á byggingarsvæði nærri járnbrautarlínu í München í Þýskalandi. Minnst einn er alvarlega slasaður að sögn yfirvalda en atvikið olli samgöngutruflunum.

Erlent
Fréttamynd

Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“

Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust.

Erlent
Fréttamynd

Heiðra þá sem látist hafa í stríði

Flaggað er í hálfa stöng hjá þýska sendiráðinu á Íslandi í tilefni Volktrauerstag eða minningardagsins, sem haldinn er árlega í Þýskalandi til heiðurs allra þeirra sem látið hafa lífið í styrjöldum. Þá halda Bretar einnig sinn Remembrance sunday.

Erlent
Fréttamynd

Göbbels reyndist enn heiðurs­borgari

Starfsfólk ráðhússins í Potsdam í Þýskalandi ráku upp stór augu á dögunum þegar verið var að fara yfir lista yfir heiðursborgara. Þar ráku þau augu í nafn Joseph Göbbels, eins af nánustu samstarfsmönnum Adolfs Hitler.

Erlent
Fréttamynd

Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo

Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku.

Erlent
Fréttamynd

Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns

Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Al­þjóða­dagur til minningar um fórnar­lömb hel­fararinnar – Af hverju er mikil­vægt að minnast þessara at­burða?

Í dag, þann 27. janúar, er alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Þennan dag árið 1945 frelsuðu Sovétmenn fangana í Auschwitz. 60 árum síðar ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að á þessum degi myndum við minnast þessarar atburðarásar sem átti sér stað í hjarta Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð

Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Tilkomumikill strókur þegar tundurskeytið var sprengt

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði

Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki

Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Innlent