Harpa Bríet frestar stórtónleikunum Söngkonan Bríet hefur frestað útgáfutónleikum sem stóð til að halda þann 11. september næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða í stað haldnir þann 22. október. Lífið 13.8.2021 20:57 Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Tónlist 21.7.2021 13:43 Hafa náð samkomulagi um rekstur nýs veitingastaðar í Hörpu Nýr veitingastaður, „Hnoss“, mun opna á jarðhæð Hörpu í ágúst næstkomandi. Það er veitingafólkið Stefán Viðarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem munu reka staðinn sem áætlað er að opni skömmu fyrir Menningarnótt. Viðskipti innlent 29.6.2021 11:27 Bein útsending: Fundur Norðurskautsráðsins Norðurskautsráðið kemur saman til fundar í Hörpu í dag. Fundurinn í Reykjavík markar lokin á tveggja ára formennsku Íslands í ráðinu. Innlent 20.5.2021 08:00 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. Innlent 19.5.2021 22:10 Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. Innlent 19.5.2021 18:48 Bein útsending: Blaðamannafundur Blinkens og Guðlaugs Þórs Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands verða með sameiginlegan blaðamannafund í Hörpu klukkan 11:20. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. Innlent 18.5.2021 10:41 Færðu Hörpu nýjan flygil og listaverk í tilefni afmælisins Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg færðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu nýjan konsertflygil og útilistaverkið Vindhörpu í tilefni af tíu ára afmæli hússins í dag. Samanlagður kostnaður við gjafirnar er metinn 55 milljónir króna. Innlent 13.5.2021 15:25 Sinfó fær glænýtt hljóðfæri Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur fengið nýtt hljóðfæri í kistu sína, nefnilega alúfón. Menning 11.5.2021 17:27 Stefndi í metár hjá Hörpu en töpuðu í staðinn 200 milljónum Tónlistarhúsið Harpa tapaði tæplega 200 milljónum á árinu, jafnvel þótt stefnt hafi í metár á sviði alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Eins og gefur að skilja hurfu þær væntingar eins og dögg fyrir sólu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í febrúar á síðasta ári. Viðskipti innlent 16.4.2021 10:36 Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. Atvinnulíf 20.3.2021 10:00 Óttaðist að fólk kæmi á tónleikana og héldi að hann væri að spila á ónýtan flygil Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, segir að það sé í raun lítið kraftaverk að honum hafi tekist að halda einleikstónleika sína í Eldborgarsal Hörpu um liðna helgi þar sem selt hafi verið á tónleikana í samræmi við það að 1600 gestir gætu verið í salnum. Menning 13.3.2021 08:01 Tónleikagestum boðið í aðra skimun á fimmtudaginn Öllum gestum og starfsfólki á tónleikum í Hörpu á föstudaginn verður boðið í aðra skimun á fimmtudaginn. Innlent 9.3.2021 18:49 Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Innlent 8.3.2021 10:58 Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn. Innlent 7.3.2021 16:17 Djasstónlistarmaðurinn Chick Corea er allur Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Chick Corea er fallinn frá, 79 ára að aldri. Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi djasstónlistar. Menning 12.2.2021 08:13 Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé. Viðskipti innlent 18.12.2020 11:42 Sjúkrabíllinn of hár fyrir bílakjallarann í Hörpu Sjúkrabíll sem sendur var í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu nú síðdegis komst ekki leiðar sinnar vegna hæðar. Bíllinn var of hár fyrir bílakjallarann en minni bíll var sendur til að leysa hann af hólmi. Innlent 16.12.2020 14:27 Spilar tónlist fyrir tómri Hörpu Plötusnúðurinn KrBear kemur sér fyrir í Hörpu og spilar þar danstónlist í útsendingu sem hefst klukkan níu í kvöld. Tónlist 11.12.2020 20:01 RIFF bætir upp fyrir fráfall Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin áttu að vera haldin í Hörpu í Reykjavík nú um þessar mundir. Þeim var frestað vegna heimsfaraldursins en verða haldin á Íslandi að tveimur árum liðnum. Í staðinn hefst í dag Vetrarhátíð RIFF, til heiðurs Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Bíó og sjónvarp 10.12.2020 07:01 Hátíðardagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu Í tilefni af degi íslenskrar tungu verður hátíðardagskrá streymt frá Hörpu. Menning 16.11.2020 15:32 Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. Tónlist 29.6.2020 11:01 Heima í Hörpu: Þórir og Hildur fluttu tónlist eftir Zoltán Kodály Þórir Jóhannsson, kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, og píanóleikarinn Ingunn Hildur Hauksdóttir fluttu saman tónlist eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály. Lífið 8.4.2020 12:01 Sviðsstjóri í mál við Sinfóníuna og Hörpu Í gær var tekið fyrir mál sviðsstjóra hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands gegn hljómsveitinni og tónleikahúsinu Hörpu. Er það vegna bótakröfu í tengslum við vinnuslys sem varð árið 2013. Innlent 29.11.2019 08:30 Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. Innlent 9.10.2019 16:04 Kanslari Þýskalands vill vernda hluta norðurslóða Angela Merkel ávarpaði Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu í dag. Hún sagði að það sem gerðist á norðurslóðum hefði áhrif á stóran hluta heimsins og vernda þyrfti hluta norðurheimsskautsins. Erlent 31.10.2014 19:55 Yfir 900 manns ræða málefni Norðurskautsins í Hörpu Ráðstefnan Arctic Circle fer fram í Hörpu um helgina og er það í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin. Fleiri en 900 manns munu taka þátt á ráðstefnunni frá 40 löndum og er þetta stærsta samkoma af sinni tegund í heiminum til þessa. Innlent 10.10.2013 11:20 Frábær skáktilþrif í Hörpu Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Innlent 24.2.2013 11:48 Reykjavíkurskákmótið í Hörpu Skáksamband Íslands og Harpa hafa gert með sér samkomulag um að Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið verði haldið í Hörpunni næstu þrjú ár. Ríflega 20 stórmeistarar eru þegar skráðir til leiks á Reykjavíkurmótinu 2012, en þekktastur þeirra er tékkneski stórmeistarinn David Navara, en hann hefur 2.712 alþjóðleg skákstig. Þátttaka er öllum opin. Innlent 4.1.2012 05:00 « ‹ 4 5 6 7 ›
Bríet frestar stórtónleikunum Söngkonan Bríet hefur frestað útgáfutónleikum sem stóð til að halda þann 11. september næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða í stað haldnir þann 22. október. Lífið 13.8.2021 20:57
Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Tónlist 21.7.2021 13:43
Hafa náð samkomulagi um rekstur nýs veitingastaðar í Hörpu Nýr veitingastaður, „Hnoss“, mun opna á jarðhæð Hörpu í ágúst næstkomandi. Það er veitingafólkið Stefán Viðarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem munu reka staðinn sem áætlað er að opni skömmu fyrir Menningarnótt. Viðskipti innlent 29.6.2021 11:27
Bein útsending: Fundur Norðurskautsráðsins Norðurskautsráðið kemur saman til fundar í Hörpu í dag. Fundurinn í Reykjavík markar lokin á tveggja ára formennsku Íslands í ráðinu. Innlent 20.5.2021 08:00
„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. Innlent 19.5.2021 22:10
Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. Innlent 19.5.2021 18:48
Bein útsending: Blaðamannafundur Blinkens og Guðlaugs Þórs Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands verða með sameiginlegan blaðamannafund í Hörpu klukkan 11:20. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. Innlent 18.5.2021 10:41
Færðu Hörpu nýjan flygil og listaverk í tilefni afmælisins Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg færðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu nýjan konsertflygil og útilistaverkið Vindhörpu í tilefni af tíu ára afmæli hússins í dag. Samanlagður kostnaður við gjafirnar er metinn 55 milljónir króna. Innlent 13.5.2021 15:25
Sinfó fær glænýtt hljóðfæri Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur fengið nýtt hljóðfæri í kistu sína, nefnilega alúfón. Menning 11.5.2021 17:27
Stefndi í metár hjá Hörpu en töpuðu í staðinn 200 milljónum Tónlistarhúsið Harpa tapaði tæplega 200 milljónum á árinu, jafnvel þótt stefnt hafi í metár á sviði alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Eins og gefur að skilja hurfu þær væntingar eins og dögg fyrir sólu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í febrúar á síðasta ári. Viðskipti innlent 16.4.2021 10:36
Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. Atvinnulíf 20.3.2021 10:00
Óttaðist að fólk kæmi á tónleikana og héldi að hann væri að spila á ónýtan flygil Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, segir að það sé í raun lítið kraftaverk að honum hafi tekist að halda einleikstónleika sína í Eldborgarsal Hörpu um liðna helgi þar sem selt hafi verið á tónleikana í samræmi við það að 1600 gestir gætu verið í salnum. Menning 13.3.2021 08:01
Tónleikagestum boðið í aðra skimun á fimmtudaginn Öllum gestum og starfsfólki á tónleikum í Hörpu á föstudaginn verður boðið í aðra skimun á fimmtudaginn. Innlent 9.3.2021 18:49
Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Innlent 8.3.2021 10:58
Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn. Innlent 7.3.2021 16:17
Djasstónlistarmaðurinn Chick Corea er allur Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Chick Corea er fallinn frá, 79 ára að aldri. Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi djasstónlistar. Menning 12.2.2021 08:13
Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé. Viðskipti innlent 18.12.2020 11:42
Sjúkrabíllinn of hár fyrir bílakjallarann í Hörpu Sjúkrabíll sem sendur var í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu nú síðdegis komst ekki leiðar sinnar vegna hæðar. Bíllinn var of hár fyrir bílakjallarann en minni bíll var sendur til að leysa hann af hólmi. Innlent 16.12.2020 14:27
Spilar tónlist fyrir tómri Hörpu Plötusnúðurinn KrBear kemur sér fyrir í Hörpu og spilar þar danstónlist í útsendingu sem hefst klukkan níu í kvöld. Tónlist 11.12.2020 20:01
RIFF bætir upp fyrir fráfall Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin áttu að vera haldin í Hörpu í Reykjavík nú um þessar mundir. Þeim var frestað vegna heimsfaraldursins en verða haldin á Íslandi að tveimur árum liðnum. Í staðinn hefst í dag Vetrarhátíð RIFF, til heiðurs Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Bíó og sjónvarp 10.12.2020 07:01
Hátíðardagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu Í tilefni af degi íslenskrar tungu verður hátíðardagskrá streymt frá Hörpu. Menning 16.11.2020 15:32
Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. Tónlist 29.6.2020 11:01
Heima í Hörpu: Þórir og Hildur fluttu tónlist eftir Zoltán Kodály Þórir Jóhannsson, kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, og píanóleikarinn Ingunn Hildur Hauksdóttir fluttu saman tónlist eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály. Lífið 8.4.2020 12:01
Sviðsstjóri í mál við Sinfóníuna og Hörpu Í gær var tekið fyrir mál sviðsstjóra hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands gegn hljómsveitinni og tónleikahúsinu Hörpu. Er það vegna bótakröfu í tengslum við vinnuslys sem varð árið 2013. Innlent 29.11.2019 08:30
Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. Innlent 9.10.2019 16:04
Kanslari Þýskalands vill vernda hluta norðurslóða Angela Merkel ávarpaði Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu í dag. Hún sagði að það sem gerðist á norðurslóðum hefði áhrif á stóran hluta heimsins og vernda þyrfti hluta norðurheimsskautsins. Erlent 31.10.2014 19:55
Yfir 900 manns ræða málefni Norðurskautsins í Hörpu Ráðstefnan Arctic Circle fer fram í Hörpu um helgina og er það í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin. Fleiri en 900 manns munu taka þátt á ráðstefnunni frá 40 löndum og er þetta stærsta samkoma af sinni tegund í heiminum til þessa. Innlent 10.10.2013 11:20
Frábær skáktilþrif í Hörpu Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Innlent 24.2.2013 11:48
Reykjavíkurskákmótið í Hörpu Skáksamband Íslands og Harpa hafa gert með sér samkomulag um að Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið verði haldið í Hörpunni næstu þrjú ár. Ríflega 20 stórmeistarar eru þegar skráðir til leiks á Reykjavíkurmótinu 2012, en þekktastur þeirra er tékkneski stórmeistarinn David Navara, en hann hefur 2.712 alþjóðleg skákstig. Þátttaka er öllum opin. Innlent 4.1.2012 05:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent