Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það ellefta varð norðan Grindavíkur í apríl 2025.

Fréttamynd

Virknin minnkað þó á­fram gjósi

Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­fram gýs úr einum gíg

Gosvirkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur verið stöðug frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraunið rennur áfram til austurs og suðausturs. Gosmengun berst til austurs og suðausturs í dag og gæti orðið vart víða á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga

Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf ekki al­veg að halda sig innan­dyra“

Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki eitur­gas“

Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna.

Innlent
Fréttamynd

Móðan gæti orðið lang­vinn

Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir.

Innlent
Fréttamynd

Grinda­vík opin fyrir al­menning á nýjan leik

Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­rek­endur í Grinda­vík argir: „Míga inn um bréfa­lúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“

Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum.

Innlent
Fréttamynd

Gosið lifir enn og mengun norður í landi

Eldgosið sem hófst í gærnótt á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en virknin hefur minnkað og er nú að mestu bundin við um tíu gíga. Hraun rennur áfram, einkum til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Rennslið þykir þó að mestu innan fyrirsjáanlegra svæða.

Innlent
Fréttamynd

„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vand­ræða“

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. 

Golf
Fréttamynd

„Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“

Eldsumbrotin og náttúruhamfarirnar í nágrenni Grindavíkur hafa gjörbreytt öllu íþróttastarfi hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Stelpur sem spiluðu saman á Símamótinu í fyrra eru nú í þeirri stöðu að þurfa að spila á móti vinkonum sínum og fyrrum liðsfélögum. Faðir einnar stelpunnar segir það mjög erfitt fyrir þær.

Fótbolti