Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

AGF forðaðist fallið

AGF bjargaði sér í dag frá falli niður í dönsku B-deildina með 1-0 sigri á Viborg í seinni leik liðanna í umspili um áframhaldandi sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hjörtur sá rautt eftir 11 mínútur

Hjörtur Hermannsson spilaði aðeins 11 mínútur þegar Bröndby tapaði fyrir Nordsjælland, 1-2, í lokaumferð úrslitariðils dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Kjartan Henry bjargvættur Horsens

Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir Horsens þegar liðið vann 3-2 sigur á Esbjerg í dag í seinni leik liðanna í umspili um sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Randers nýtti sér ekki liðsmuninn

Þrátt fyrir að vera einum fleiri í 39 mínútur tókst Randers ekki að vinna OB í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Lokatölur 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Forskot Rosenborg að gufa upp

Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg eru aðeins með eins stigs forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir leiki dagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Fresta leik af ótta við svindl

Sænska knattspyrnusambandið er búið að fresta Íslendingaslag IFK Göteborg og AIK í kvöld þar sem tilraunir hafa verið gerðar til þess að hagræða úrslitum leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron lagði upp mark

Aron Sigurðarson lagði upp mark Tromsö í 1-1 jafntefli við Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aron og félagar eru í 11. sæti deildarinnar með níu stig.

Fótbolti