Landslið kvenna í fótbolta

Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns.

Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn.

Svona var blaðamannafundur KSÍ
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn.

Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum
Sextán ára landslið kvenna í fótbolta vann frábæran 6-0 sigur á Færeyjum í æfingaleik sem fram fór í Miðgarði í Garðabæ.

Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að breyta fyrirkomulagi á framlagi UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna til að fjármagna framkvæmdir við Laugardalsvöll.

„Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“
Íslenski landsliðmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir segir það vilja markvarða íslenska landsliðsins að það sé mikil samkeppni um stöðuna í markrammanum. Samkeppnin sé á góðu nótunum en að auðvitað vilji allir á endanum spila. Mikilvægt EM ár fyrir íslenska landsliðið er runnið upp og markverðir liðsins hafa verið að gera mjög vel.

Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið
Aldís Ylfa Heimisdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U17 og U16 kvenna í fótbolta en þetta kemur fram á heimasíðu KNattspyrnusambands Íslands.

Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“
Emilía Kiær Ásgeirsdóttur segir það hafa verið lúxusvandamál að þurfa að velja á milli íslenska og danska landsliðsins í fótbolta. Á endanum valdi hún Ísland og dreymir um að komast á stórmót með liðinu í sumar.

Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“
Glódís Perla Viggósdóttir, íþróttamaður ársins 2024, segist finna fyrir svo mikilli ást og hlýju frá íslensku þjóðinni. Ungir aðdáendur fengu tækifæri til að hitta átrúnaðargoð sitt í Kórnum í gær. Hálfgert Glódísar æði hefur gripið um sig.

„Það er betra að sakna á þennan hátt“
Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla.

Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi
Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er komin heim í jólafrí og hún ætlar að hitta aðdáendur sína í Smáralindinni í dag.

156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á sitt fimmta Evrópumót í röð næsta sumar en það verður mikill munur á einu frá Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan.

Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var út í Sviss þegar dregið var í riðla á EM. Íslenska liðið verður í riðli með heimakonum í Sviss, Noregi og Finnlandi.

Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss
Ísland er í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi á Evrópumótinu í fótbolta kvenna 2025.

Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“
Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla.

Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi
Kvennalandslið Íslands í fótbolta færðist niður um eitt sæti á nýjasta heimslista FIFA sem gefinn var út í dag.

Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, skipað leikmönnum nítján ára og yngri, er komið áfram á næsta stig í undankeppni Evrópumótsins eftir jafntefli gegn Norður-Írlandi í dag.

Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði gegn sterku liði Danmerkur í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni, 2-0 í kvöld.

Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins, kemur til greina í heimsliðið í fótbolta. Íslendingar geta hjálpað henni að komast í það með því að kjósa hana á heimasíðu FIFA.

Ísland nær sigri í slagnum við Kanada
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við sterkt lið Kanada í kvöld í fyrri vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni.

Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni.

Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman á Spáni en liðið mætir þar Kanada og Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum.

Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum
Dagný Brynjarsdóttir er í nýju viðtali hjá The Athletic og ræðir þar endurkomu sína eftir barn númer tvö. Hún er sár út í afskiptaleysi íslenska landsliðsþjálfarans en er ánægð með stuðninginn frá West Ham.

Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tilkynnti hópinn fyrir komandi æfingaleiki kvennalandsliðsins í fótbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið næsta sumar. Hann segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram
Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.

Áslaug Munda kemur inn í landsliðið
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir vináttulandsleikina gegn Kanada og Danmörku.

Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins
Guðný Árnadóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er á leið í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Hún verður því ekki með liðinu í komandi verkefni en Ísland mætir Danmörku þann 2. desember næstkomandi.

Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“
Hlín Eiríksdóttir átti skínandi tímabil með Kristianstad í Svíþjóð og er tilnefnd sem sóknarmaður ársins í sænsku deildinni. Hún finnur fyrir áhuga frá öðrum liðum á kröftum sínum en gæti vel hugsað sér að vera hjá Íslendingaliðinu lengur.

Ísland í riðli með Frökkum og Maríu
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í erfiðum riðli í næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en dregið var í riðla í dag.