Landslið kvenna í fótbolta
Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima.
Natasha í byrjunarliðinu en bæði Guðrún og Hlín á bekknum
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn á móti Þýskalandi í dag en leikurinn er sá næstsíðasti hjá íslenska liðinu í undankeppni EM 2025.
Hafa aldrei skorað hjá Þjóðverjum á Laugardalsvellinum
Íslenska kvennalandsliðið tekur í dag á móti Þýskalandi í undankeppni EM en leikurinn er spilaður á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 16.15. Þar hafa þær þýsku kunnað vel við sig í gegnum tíðina.
„Fyrst og fremst ánægð ef ég fæ að vera inni á vellinum“
„Við verðum að vera rosalega sterkar varnarlega og sterkar inni í teignum líka. Þær munu koma með mikið af fyrirgjöfum inn í teig. Svo verðum við að þora að halda í boltann til þess að freista þess að skora,“ segir Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær.
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni EM á morgun.
Alexandra vill sjá stelpurnar á Símamótinu fjölmenna
Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu á næsta ári.
„Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna“
Hlín Eiríksdóttir er í hópi þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem eru á miðju tímabili. Sumar í hópnum eru hins vegar að byrja nýtt tímabil í þessum landsliðsglugga þar sem íslenska liðið spilar lokaleiki sína í undankeppni EM 2025.
Selma Sól hættir með Nürnberg: „Kemur í ljós á næstu dögum hvert ég fer“
„Þessi leikur leggst vel í okkur. Við þekkjum þær ágætlega og búnar að spila svolítið oft við þær síðastliðið árið. Við erum bara spenntar fyrir föstudeginum,“ segir landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í dag.
Leikdagurinn: Átti gæðastundir með dóttur sinni og fór í Lystigarðinn fyrir leik
Sandra María Jessen hefur farið hamförum með Þór/KA í Bestu deild kvenna í sumar. Hún er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk. Sandra hefur nóg fyrir stafni eins og sést glögglega í Leikdeginum, þætti þar sem fylgst er með völdum leikmönnum í Bestu deildinni.
„Þetta tók á ég get alveg verið hreinskilin með það“
Ingibjörg er einn reynslumesti leikmaður íslenska landsliðsins og eftir stutta dvöl í Þýskalandi hjá Duisburg er hún nú í leit að næsta ævintýri á atvinnumannaferlinum og viðurkennir að undanfarnir mánuðir hafi reynst sér erfiðir innan sem utan vallar.
„Núna er kjörið tækifæri fyrir framan okkar áhorfendur að taka sigurinn“
Eftir að hafa glímt við meiðsli Bryndís Arna Níelsdóttir komin aftur á völlinn og ætlar að hjálpa íslenska fótboltalandsliðinu að tryggja sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð.
Hetjan Hildur fámál um framtíðina
Hildur Antonsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum dýrmæta gegn Austurríki í síðasta mánuði, þegar hún skoraði sigurmarkið í sínum sextánda landsleik. Núna er stefnan sett á að ljúka dæminu og landa EM-sæti.
Sandra mætir sjóðheit: „Treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir“
Sandra María Jessen mætir stútfull sjálfstrausts í komandi landsleiki við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM í fótbolta. Þetta eru síðustu leikirnir í undankeppninni og Ísland getur á föstudag tryggt sér sæti á EM í Sviss næsta sumar.
Bryndís og Natasha koma inn í landsliðshópinn
Bryndís Arna Níelsdóttir og Natasha Moora Anasi koma inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2025.
Svona var blaðamannafundurinn fyrir síðustu leiki undankeppni EM
Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi þar sem landsliðshópur var kynntur fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Þýskalandi og Póllandi í undankeppni EM 2025.
Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“
Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag.
Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi
Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar.
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.
Sveindís: Við höfum þetta í okkar höndum og við ætlum okkur beint á EM
Sveindís Jane Jónsdóttir naut sín betur sóknarlega í seinni hálfleik þegar hún var með vindinn í bakið. Hún fékk ekki úr miklu að moða í þeim fyrri og þurfti því að finna önnur lóð til að leggja á vogaskálarnar í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í fjórðu umferð undankeppni EM í Sviss 2025.
Karólína: Hrikalega næs
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn.
„Veit ekki hvað kom yfir mig“
„Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld.
„Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“
„Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári.
Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja
Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins.
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.
Guðni og Halla fagna saman
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli.
Byrjunarliðið gegn Austurríki: Tvær breytingar og allar á skýrslu
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Í þetta sinn eru líka allir leikmenn skráðir á skýrslu.
Markmaður Austurríkis ekki með gegn Íslandi í kvöld
Manuela Zinsberger, markvörður austurríska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með gegn Íslandi í kvöld.
Fan Zone á hinum mikilvæga leik stelpnanna okkar á þriðjudaginn
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar hálfgerðan úrslitaleik um sæti á næsta Evrópumóti þegar Austurríki kemur í heimsókn á þriðjudagskvöldið.
„Er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti?“
„Ég er ánægð að við náðum að snúa þessu við og hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark, en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliðið íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í dag.
„Mannleg mistök geta alltaf komið fyrir“
Tilfinningarnar voru blendnar hjá Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir jafnteflið við Austurríki, 1-1, í undankeppni EM 2025 í dag.