Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica

Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég tek ábyrgð á þessu tapi“

„Ég er hundfúll. Þetta var erfitt kvöld og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir útreiðina sem hans menn fengu í Bosníu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeir skora tvö grísamörk“

„Þetta var ekki nógu gott. Það er ósköp einfalt,“ sagði súr og svekktur markvörður Íslands, Rúnar Alex Rúnarsson, eftir tapið í Bosníu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekkert nýtt og engin geimvísindi“

Arnór Ingvi Traustason sagði engin geimvísindi fólgin í því fyrir sig að spila í nýju hlutverki í landsliðinu sem aftasti miðjumaður, í 3-0 tapinu gegn Bosníu í kvöld. Hann segir enga taugaveiklun í liðinu vegna úrslitanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Bosníumenn sluppu við áhorfendabann

Um níu þúsund miðar hafa selst á leik Bosníu og Ísland sem fram fer í Zenica í Bosníu í kvöld. Bosníumenn virðast hafa sloppið við áhorfendabann sem greint var frá fyrr í mánuðinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir mánuðir frá síðasta marki Dzeko

Edin Dzeko er án efa skærasta stjarna bosníska landsliðsins sem mætir því íslenska á Bilino Polje-vellinum í Zenica klukkan 19:45 í kvöld. Hann hefur hins vegar oft verið á betra skriði en undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Besti hópurinn sem Arnar hefur verið með

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, kveðst aldrei hafa verið með betri leikmannahóp í höndunum heldur en í yfirstandandi verkefni þar sem Ísland spilar fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM 2024.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsliðið lent eftir töf á flugi

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lent í Sarajevo í Bosníu og ferðast með rútu þaðan til bæjarins Zenica. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, situr fyrir svörum á blaðamannafundi klukkan 18:00.

Fótbolti
Fréttamynd

Tony Knapp er látinn

Knattspyrnuþjálfarinn Tony Knapp er látinn en hann varð 86 ára gamall. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst á kortið undir hans stjórn á áttunda áratugnum og vann sína fyrstu sigra í undankeppnum stórmóta.

Fótbolti
Fréttamynd

Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega

Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Föðurhlutverkið breyti ekki skapinu

Jón Dagur Þorsteinsson kveðst spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni er Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 ytra á fimmtudagskvöld. Jón Dagur kveðst þá njóta föðurhlutverksins samhliða fótboltanum en það hafi þó lítil áhrif á keppnisskapið.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon kemur inn vegna höfuðmeiðsla Elíasar

Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þurfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki við Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hákon Rafn Valdimarsson tekur sæti hans.

Fótbolti