Pétur Heimisson
Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi!
Hvað er sóun og hvað sjálfbært? Á þeim rúmu 36 árum sem ég hef starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið mismikil umræða/áhersla á það að sérhver eigi sinn heimilislækni. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga tel ég aðra nálgun betri a.m.k. í dreifbýli. Þar hef ég hef starfað allan minn starfsferil í aðstæðum þar sem læknir ber ábyrgð á allri læknisþjónustu allan sólarhringinn fyrir íbúa og gesti viðkomandi svæðis.
Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa
Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt.
Ábyrgð BNA á þjóðarmorðinu á Gaza
Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma.
Slátrun en ekki stríð – brúðuleikhús BNA
Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins.
Víst ríma þau, Jón og flón
Enn heggur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og nú að SAMfélagslegri sátt á Austurlandi. Þar gengur hann í slóð annarra, s.s. bæði tiltekins fréttamanns og fyrrum embættismanns, en Jón er jú ráðherra. Hann ræðst gegn afrakstri vandaðrar vinnu margra til að ná sátt um það hver yrðu næstu göng á Austurlandi.
Kató gamli, tíminn og vatnið
Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar.
Fjallið, dýrin og framtíðin
Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu.
Náttúran er líka menningarlandslag
Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn.
Loftslagsváin og litla systir hennar
Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan.
Íbúalýðræði og stórlaxar á Austurlandi
Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina.
Heilbrigðisþjónustu skal byggja á jöfnuði, réttlæti og góðu aðgengi
Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur.
Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði?
Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða.
„Smá“virkjanir, möguleg lýðheilsuógn!
Heilsa einstaklinga og samfélaga þ.e. lýðheilsa eru margslungin fyrirbæri og háð mörgu. Heilbrigðisþjónusta er talin eiga að hámarki 20% lýðheilsunnar en 80% hennar má rekja til annars. Meðfylgjandi mynd sýnir það sem kallast áhrifaþættir heilsu.