Aþena

Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögu­legum leik

Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“

Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur.

Körfubolti
Fréttamynd

Dinkins sökkti Aþenu

Brittany Dinkins var stigahæst þegar Njarðvík lagði nýliða Aþenu í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Njarðvík 70-63.

Körfubolti
Fréttamynd

Aþena upp í Subway-deildina

Aþena tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð þegar liðið lagði Tindastól á Sauðárkróki, lokatölur 72-77.

Körfubolti
Fréttamynd

Losnar stjarna Aþenu úr frysti­klefa Brynjars Karls?

Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar.

Körfubolti
Fréttamynd

Hamar/Þór upp í efstu deild á meðan Aþena og KR fara í um­spil

Hamar/Þór tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð með sigri á Ármanni. Aþena og KR mættust í leik sem hefði getað skilað sigurliðinu upp hefði Hamar/Þór tapað sínum leik. Bæði lið fara nú í umspil um sæti í Subway-deildinni ásamt Tindastól og Snæfelli.

Körfubolti