Halla Tómasdóttir

Fréttamynd

„Ekkert forsetabíla-hókuspókusprútt hér alla daga“

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi með meiru rekur Islandus Bíla og hann segir mottó sitt og sinna manna vera það að vera ávallt með ódýrustu bílana. Hann býður ódýrari Volvó, ódýrari en sem nemur því sem Halla Tómasdóttir þurfti að borga fyrir sinn, afslátt sem nemur tveimur milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Eig­andi Brimborgar gefur upp við­skipta­kjörin

Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt.

Innlent
Fréttamynd

Fékk 549.127 krónur í af­slátt af bílnum

Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands og eiginmaður hennar fengu 549.127 króna afslátt af Volvo-bifreið sem þau keyptu hjá Brimborg á dögunum. Afsláttinn fengu þau vegna staðgreiðslu og „endurtekinna kaupa“.

Innlent
Fréttamynd

Halla verði að upp­lýsa um bílakaupin

Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það.

Innlent
Fréttamynd

Full­komið gagn­sæi mikil­vægt, greiði fyrir greiða ekki við hæfi

Hvorki Halla Tómadóttir né forstjóri Brimborgar hafa gefið upp hversu mikinn afslátt tilvonandi forsetahjón fengu þegar þau keyptu bíl af umboðinu. Sölumaður umboðsins kallar hins vegar afsláttinn skyldmennakjör. Sérfræðingur í siðfræði segir mikilvægt að fullkomið gagnsæi ríki í málinu. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Biðst vel­virðingar á myndbirtingunni

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

For­stjóri Brimborgar á at­hyglis­verðum gestalista Höllu

Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Halla heim­sótti Guðna

Rúm vika er til stefnu þar til Halla Tómasdóttir verður formlega sett inn í embætti forseta Íslands. Fjölskyldur Höllu og Guðna Th. Jóhannessonar hittust á Bessastöðum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir rétt kjörin for­seti Ís­lands

Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. 

Innlent
Fréttamynd

Úr buffi í klút

Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Flestir á­nægðir með kjör Höllu Tómas­dóttur

Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní.

Innlent
Fréttamynd

Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast.

Innlent
Fréttamynd

Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“

Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta.

Lífið
Fréttamynd

Guðni og Halla fagna saman

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli.

Lífið
Fréttamynd

„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessa­staði í annarri til­raun

Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum

Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti.

Tónlist
Fréttamynd

Klútabyltingin: Finndu þinn eigin Höllu-klút

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er að takast að gera hálsklúta að heitasta klæðnaði dagsins. Halla var fyrst með klút í fyrstu kappræðunum í byrjun maí. Síðan hefur klúturinn orðið eins konar einkennismerki stuðningmanna Höllu sem mættu margir með litla silkiklúta um hálsinn á kosningavöku hennar sem fór fram í Grósku síðastliðið laugardagskvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Annasamir dagar fram­undan hjá Höllu

Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands segir annasama daga bíða Höllu Tómasdóttur nýkjörins arftaka hans þrátt fyrir að hún taki ekki formlega við embættinu fyrr en í ágústbyrjun. Að ýmsu þurfi að huga þangað til að hinn örlagaríki fyrsti ágúst renni upp og innsetning sjöunda forseta lýðveldisins fer fram með pompi og prakt.

Innlent
Fréttamynd

Fínt að það séu ekki bara „kalla­for­setar“

Fólki á förnum vegi líst almennt vel á nýkjörinn forseta, og yngri kynslóðin hefur ekki síður sterkar skoðanir á ungangengnum kosningum. Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við nokkra kjósendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár efstu með 75 prósent at­kvæða

Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir tvennt vekja athygli hennar í forsetakosningunum sem fóru fram í gær. Fjöldi kvenna sem fengu góða kosningu og svo mikið fylgi nýkjörins forseta. 

Innlent
Fréttamynd

Niður­stöður talningar: Kjör­sókn með besta móti

Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent.

Innlent