Bandaríkin Segist ekki hafa beitt sér fyrir endurkomu Ye Elon Musk, sem varð í gær eini eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ekki hafa beitt sér fyrir því að tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hafi fengið að koma aftur á miðilinn eftir að hafa verið úthýst þaðan fyrr í mánuðinum vegna hatursorðræðu hans í garð gyðinga. Erlent 28.10.2022 23:18 Jerry Lee Lewis er látinn Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis er látinn 87 ára að aldri. Lífið 28.10.2022 17:34 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. Erlent 28.10.2022 17:01 Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. Lífið 28.10.2022 14:33 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. Erlent 28.10.2022 13:23 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. Erlent 28.10.2022 12:27 Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. Lífið 28.10.2022 09:39 Varað við eldgosi á stærstu eyju Havaí Yfirvöld á bandarísku Kyrrahafseyjunni Havaí vara íbúa við að Mauna Loa, stærsta virka eldfjall eyjanna, gæti verið við það að gjósa. Jarðskjálftavirkni við tind fjallsins hefur aukist að undanförnu en Mauna Loa gaus síðast fyrir tæpum fjörutíu árum. Erlent 28.10.2022 08:07 Elon Musk orðinn eini eigandi Twitter Elon Musk, ríkasti maður jarðar, hefur nú eignast samfélagsmiðilinn Twitter með húð og hári. Hann hefur látið reka flesta af æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 28.10.2022 06:27 Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Bíó og sjónvarp 27.10.2022 18:21 Hagnaður Meta dróst saman um helming Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. Viðskipti erlent 27.10.2022 12:16 Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. Viðskipti erlent 27.10.2022 10:20 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. Erlent 27.10.2022 07:56 Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Erlent 26.10.2022 17:47 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. Erlent 26.10.2022 16:02 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. Erlent 26.10.2022 14:06 Skaut tvo til bana en var með sex hundruð skot: „Þetta hefði getað farið mun verr“ Ungur maður sem skaut kennara og fimmtán ára stúlku til bana í St. Luis í Bandaríkjunum í vikunni var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og var með sex hundruð skot. Sjö nemendur særðust eða slösuðust einnig í árásinni áður en lögregluþjónar skutu hinn nítján ára gamla Orlando Harris til bana. Erlent 26.10.2022 12:09 Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð. Erlent 26.10.2022 11:40 Spakur Invest naut góðs af styrkingu Bandaríkjadals Ágjöf á fjármálamörkuðum vegna óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi hefur leitt þess að hlutabréfasjóðir, innlendir sem erlendir, hafa skilað tapi að undanförnu. Fjárfestingasjóðurinn Spakur Invest, sem fjárfestir einkum í bandarískum hlutabréfum, státaði af skástu ávöxtun allra innlendra hlutabréfasjóða sem fjárfesta aðeins erlendis. Ávöxtun sjóðanna frá áramótum var neikvæð um 13 til 31 prósent. Á sama tíma lækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 27 prósent. Innherji 26.10.2022 11:00 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. Sport 26.10.2022 09:31 Telja keisaramörgæsina nú í útrýmingarhættu Bandarísk stjórnvöld settu keisaramörgæsina á lista yfir dýrategundir sem eru taldar í hættu á útrýmingu í gær. Hnattræn hlýnun og bráðnun hafíss við Suðurskautslandið er talin ógna þessari stærstu mörgæsartegund jarðar. Erlent 26.10.2022 09:10 Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. Erlent 26.10.2022 08:10 Aðalframleiðandi Schitt‘s Creek látinn Hinn margverðlaunaði bandaríski sjónvarpsframleiðandi, Ben Feigin, lést í gær, 47 ára að aldri. Feigin var þekktastur fyrir að vera einn aðalframleiðanda þáttanna Schitt‘s Creek. Bíó og sjónvarp 26.10.2022 07:29 Kallaði nýja forsætisráðherrann Rashee Sanook Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var ekki með nafn Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á hreinu þegar hann óskaði honum til hamingju með nýja starfið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seinheppni forsetans þegar kemur að orðavali vekur athygli. Erlent 25.10.2022 18:21 Ashton Carter er látinn Ashton Carter, einn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, er látinn, 68 ára að aldri. Carter skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Erlent 25.10.2022 17:30 Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, vill ekki heita því að sitja heilt kjörtímabil sem ríkisstjóri, nái hann endurkjöri í kosningunum í næsta mánuði. Charlie Crist, mótframbjóðandi hans, gagnrýndi ríkisstjórann í kappræðum þeirra í gær og sagði hann ekki hafa áhuga til að sinna embættinu áfram. Öll hans athygli beindist að mögulegu forsetaframboði. Erlent 25.10.2022 14:07 James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. Lífið 25.10.2022 12:30 Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. Erlent 25.10.2022 11:54 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. Viðskipti erlent 25.10.2022 10:25 Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. Erlent 25.10.2022 07:28 « ‹ 107 108 109 110 111 112 113 114 115 … 334 ›
Segist ekki hafa beitt sér fyrir endurkomu Ye Elon Musk, sem varð í gær eini eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ekki hafa beitt sér fyrir því að tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hafi fengið að koma aftur á miðilinn eftir að hafa verið úthýst þaðan fyrr í mánuðinum vegna hatursorðræðu hans í garð gyðinga. Erlent 28.10.2022 23:18
Jerry Lee Lewis er látinn Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis er látinn 87 ára að aldri. Lífið 28.10.2022 17:34
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. Erlent 28.10.2022 17:01
Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. Lífið 28.10.2022 14:33
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. Erlent 28.10.2022 13:23
Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. Erlent 28.10.2022 12:27
Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. Lífið 28.10.2022 09:39
Varað við eldgosi á stærstu eyju Havaí Yfirvöld á bandarísku Kyrrahafseyjunni Havaí vara íbúa við að Mauna Loa, stærsta virka eldfjall eyjanna, gæti verið við það að gjósa. Jarðskjálftavirkni við tind fjallsins hefur aukist að undanförnu en Mauna Loa gaus síðast fyrir tæpum fjörutíu árum. Erlent 28.10.2022 08:07
Elon Musk orðinn eini eigandi Twitter Elon Musk, ríkasti maður jarðar, hefur nú eignast samfélagsmiðilinn Twitter með húð og hári. Hann hefur látið reka flesta af æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 28.10.2022 06:27
Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Bíó og sjónvarp 27.10.2022 18:21
Hagnaður Meta dróst saman um helming Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. Viðskipti erlent 27.10.2022 12:16
Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. Viðskipti erlent 27.10.2022 10:20
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. Erlent 27.10.2022 07:56
Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Erlent 26.10.2022 17:47
Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. Erlent 26.10.2022 16:02
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. Erlent 26.10.2022 14:06
Skaut tvo til bana en var með sex hundruð skot: „Þetta hefði getað farið mun verr“ Ungur maður sem skaut kennara og fimmtán ára stúlku til bana í St. Luis í Bandaríkjunum í vikunni var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og var með sex hundruð skot. Sjö nemendur særðust eða slösuðust einnig í árásinni áður en lögregluþjónar skutu hinn nítján ára gamla Orlando Harris til bana. Erlent 26.10.2022 12:09
Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð. Erlent 26.10.2022 11:40
Spakur Invest naut góðs af styrkingu Bandaríkjadals Ágjöf á fjármálamörkuðum vegna óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi hefur leitt þess að hlutabréfasjóðir, innlendir sem erlendir, hafa skilað tapi að undanförnu. Fjárfestingasjóðurinn Spakur Invest, sem fjárfestir einkum í bandarískum hlutabréfum, státaði af skástu ávöxtun allra innlendra hlutabréfasjóða sem fjárfesta aðeins erlendis. Ávöxtun sjóðanna frá áramótum var neikvæð um 13 til 31 prósent. Á sama tíma lækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 27 prósent. Innherji 26.10.2022 11:00
Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. Sport 26.10.2022 09:31
Telja keisaramörgæsina nú í útrýmingarhættu Bandarísk stjórnvöld settu keisaramörgæsina á lista yfir dýrategundir sem eru taldar í hættu á útrýmingu í gær. Hnattræn hlýnun og bráðnun hafíss við Suðurskautslandið er talin ógna þessari stærstu mörgæsartegund jarðar. Erlent 26.10.2022 09:10
Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. Erlent 26.10.2022 08:10
Aðalframleiðandi Schitt‘s Creek látinn Hinn margverðlaunaði bandaríski sjónvarpsframleiðandi, Ben Feigin, lést í gær, 47 ára að aldri. Feigin var þekktastur fyrir að vera einn aðalframleiðanda þáttanna Schitt‘s Creek. Bíó og sjónvarp 26.10.2022 07:29
Kallaði nýja forsætisráðherrann Rashee Sanook Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var ekki með nafn Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á hreinu þegar hann óskaði honum til hamingju með nýja starfið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seinheppni forsetans þegar kemur að orðavali vekur athygli. Erlent 25.10.2022 18:21
Ashton Carter er látinn Ashton Carter, einn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, er látinn, 68 ára að aldri. Carter skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Erlent 25.10.2022 17:30
Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, vill ekki heita því að sitja heilt kjörtímabil sem ríkisstjóri, nái hann endurkjöri í kosningunum í næsta mánuði. Charlie Crist, mótframbjóðandi hans, gagnrýndi ríkisstjórann í kappræðum þeirra í gær og sagði hann ekki hafa áhuga til að sinna embættinu áfram. Öll hans athygli beindist að mögulegu forsetaframboði. Erlent 25.10.2022 14:07
James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. Lífið 25.10.2022 12:30
Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. Erlent 25.10.2022 11:54
Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. Viðskipti erlent 25.10.2022 10:25
Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. Erlent 25.10.2022 07:28