Bandaríkin

Fréttamynd

Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Jenna Marbles biðst afsökunar og hættir á YouTube

Jenna Marbles, ein af fyrstu samfélagsmiðlastjörnunum, sem var einnig ein þeirra fyrstu til að afla sér vinsælda með vídeóbloggi á YouTube hefur beðist afsökunar á efni sem hún hefur gefið út í gegnum árana rás og segist vera hætt.

Lífið
Fréttamynd

Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna

Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum.

Erlent
Fréttamynd

Nefna höfuðstöðvar NASA eftir Mary W. Jackson

Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar.

Erlent
Fréttamynd

Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd

Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt.

Erlent
Fréttamynd

Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga

Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hörð viður­lög við að skemma styttur

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Erlent