Orkumál

Fréttamynd

Af­létta trúnaði um raforkusamning OR við Norður­ál eftir 10 ára bið

Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki lengur vísinda­skáld­skapur

Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar.

Skoðun
Fréttamynd

Selfossveitur fengu stóran lottóvinning

Brosið af starfsmönnum Selfossveitna fer ekki af þeim þessa dagana því mikið af heitu vatni var að finnast eftir borun í Ósabotnum skammt frá Selfossi. Um er að ræða tuttugu lítra á sekúndu af níutíu og fimm gráðu heitu vatni.

Innlent
Fréttamynd

Það er stuð í raf­magninu

Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð.

Skoðun
Fréttamynd

Fá 335 milljóna styrk frá ESB til ný­sköpunar

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Laki Power, sem þróar og framleiðir tæki til þess að fylgjast með ástandi háspennulína, hefur hlotið 2,1 milljóna evra styrk, jafnvirði um 335 milljóna króna, frá Evrópusambandinu til að þróa tæknina áfram og efla sölu- og markaðsstarf á erlendum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af hverju er Orka náttúrunnar í orkuskiptum?

Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka.

Skoðun
Fréttamynd

Grjót­hörð lofts­lags­lausn

Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Skriðu­föll og smá­virkjanir

Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón.

Skoðun
Fréttamynd

Víglínan á hálendinu og í innflutningi landbúnaðarvara

Ekki er eining innan stjórnarflokkanna um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra sem enn er í nefnd eftir fyrstu umræðu í lok desember. Þá má finna andstöðu við frumvarpið víða utan þings eins og innan sveitarstjórna, þótt almennt sé mikill stuðningur við það í samfélaginu að stofnaður verði hálendinsþjóðgarður.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum við að óttast kuldabola?

Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið.

Skoðun