Vatnsaflsvirkjanir

Fréttamynd

Styðja sér­lög um Hvammsvirkjun

Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Þetta or­sakaði kuldabola sem herjaði á í­búa Nuuk

Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu.

Erlent
Fréttamynd

Neyðar­á­stand í Nuuk vegna straumleysis

Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum.

Erlent
Fréttamynd

Ærin verk­efni næstu ár

Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga.

Skoðun
Fréttamynd

Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Græn­lands fram­undan

Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Ó nei, ekki aftur! Leyfis­veitingar fyrir Hvammsvirkjun

Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórs­á

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október.

Innlent
Fréttamynd

Skerða líka raf­orku fyrir norðan og austan

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­gangs­orkan verður ekki skert

Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa veitt virkjunar­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að sjúga í sig orku­lindir Ís­lendinga

„Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“

Skoðun
Fréttamynd

Lök staða í lónum Lands­virkjunar

Staðan í lónum Landsvirkjunar er frekar lök, en vorleysing byrjaði seint, og júní var kaldur og þurr. Vonast er til þess að jökulbráð og haustrigningar bæti úr áður en nýtt vatnsár hefst þann 1. október.

Innlent