Suðvesturkjördæmi

María og Þór leiða lista sósíalista í Kraganum
Sósíalistar hafa birt framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi, Kraganum svokallaða, fyrir komandi Alþingiskosningar. María Pétursdóttir skipar fyrsta sæti listans og Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður er í öðru sæti.

Karl Gauti leiðir Miðflokkinn í Kraganum og Gunnar Bragi í heiðurssæti
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, mun leiða framboðslista Miðflokksins í komandi Alþingiskosningum. Í öðru sæti er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðingur, varaþingmaður og systir Sigumundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær.

Útiloka ekki stofnun nýs flokks
Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans.

Þátttaka í prófkjörum miklu meiri nú en í langan tíma
Þingmaðurinn Jón Gunnarsson segir miklu meiri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins nú en í langan tíma og það gefi væntingar um gott gengi í komandi Alþingiskosningum. Hann bar sigur úr býtum í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar.

Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum
Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því.

Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur
Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti.

Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur
Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar.

Röð við kjörstað þegar stutt er í lokun
Talsverð röð er fyrir utan félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem er einn af kjörstöðum í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjörstaðir loka klukkan nú klukkan sex en búist er við fyrstu tölum um klukkustund síðar.

3.155 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum
3155 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi klukkan 14:00 í dag. Kjörstaðir loka klukkan sex í kvöld en fyrstu tölur verða lesnar um klukkutíma síðar í beinu streymi á xd.is.

Finnst vanta rödd ungs fjölskyldufólks á Alþingi
„Það hefur verið draumur minn frá því að ég var lítil að verða alþingismaður,“ segir Hafnfirðingurinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Tólf frambjóðendur keppa um sex sæti í Kraganum
Tólf frambjóðendur sækjast eftir að skipa sex efstu sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem hófst síðdegis í dag og lýkur á laugardag.

Þrír þéttir karlar auk Bryndísar verja sín vígi í Kraganum
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, sem jafnan er kallað Kraginn, fyrir alþingiskosningar 2021 fer fram nú um helgina.

Willum Þór efstur á lista Framsóknar í suðvestri
Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í dag og leiðir Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins listann. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, er í öðru sæti.

Guðmundur Ingi og Una leiða lista VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Una Hildardóttir, varaþingmaður of forseti LUF, situr í öðru sæti á listanum.

Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart.

Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið.

Tólf í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæmi formannsins
Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar rann út í dag og verða tólf manns í framboði. Prófkjörið fer fram dagana 10.-12. júní.

Guðbjörg Oddný vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í kraganum
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja á þing fyrir ungt fjölskyldufólk því nauðsyn sé á fulltrúm þeirra þar.

Vilhjálmur vill aftur á þing
Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta haust.

Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis.

Karen Elísabet sækist eftir þriðja sæti í Suðvestur
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sækist eftir þriðja sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar.

Bryndís gefur kost á sér í annað sætið í Kraganum
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í annað sætið í Kraganum fyrir þingkosningarnar í haust.

Willum Þór efstur í prófkjöri Framsóknar í Kraganum
Willum Þór Þórsson alþingismaður hlaut flest atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í september næstkomandi.

Una María vill forsæti í Kraganum
Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Gunnars Braga Sveinssonar, sækist eftir 1.-2. sæti á framboðslita Miðflokksins í Kraganum fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Unu.

Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Kraganum
Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 8. maí. Kosið verður um fimm efstu sætin.

Sumar barnsins
Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram.

Guðmundur Ingi leiðir VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun leiða lista Vinstri grænna í Suðurvesturkjördæmi. Rafrænu forvali flokksins lauk nú síðdegis og varð Guðmundur Ingi þar hlutskarpastur með 483 atkvæði, en hann hefur verið utanþingsráðherra frá stjórnarmyndun.

Hafnar því að Þórunn hafi ýtt sér í annað sætið
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki svo að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi ýtt honum niður í annað sæti á lista flokksins í Kraganum.

Um hvað snúast stjórnmál
Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig.