Tennis

Fréttamynd

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Erlent
Fréttamynd

Federer ekki meðal tíu bestu í heimi

Svisslendingurinn Roger Federer er ekki lengur meðal tíu bestu tennisspilara í heimi en nýr heimslisti var gefinn út í dag. Hinn fertugi Federer er þó hvergi hættur en hann er sem stendur að jafna sig af meiðslum á hné.

Sport
Fréttamynd

Medvedev vann Djokovic í úrslitum

Rússinn Daniil Medvedev vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis nú rétt í þessu. Hann lagði Serbann Novak Djokovic í þremur settum í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Á­horf­endur komust ekki heim vegna Ídu

Opna bandaríska meistaramótið í tennis fer nú fram á Flushing Meadows-svæðinu sem staðsett er í Queens í New York. Fellibylurinn Ída gerði áhorfendum lífið leitt þar sem mörg þeirra sátu föst á vellinum vegna veðurs.

Sport
Fréttamynd

Serena og Venus ekki með á Opna banda­ríska

Systurnar Serena og Venus Williams verða meðal fjölda stórra nafna sem munu ekki taka þátt á Opna bandaríska meistarameistaramótinu í tennis. Er þetta í fyrsta sinn sem báðar systurnar eru fjarverandi síðan árið 2003.

Sport
Fréttamynd

Roger Federer verður ekki með á Ólympíuleikunum

Einn besti tenniskappi heims, Roger Federer, gaf það út fyrr í dag að hann yrði ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast eftir tíu daga. Federer er meiddur á hné og getur því ekki tekið þátt.

Sport
Fréttamynd

Fagnaði sigri á Wimbledon í fyrsta sinn

Hin ástralska Ashleigh Barty fagnaði sigri á Wimbledon-mótinu í tennis í dag eftir sigur á hinni tékknesku Karolinu Pliskova í úrslitum. Barty vann þar með sinn annan risatitil á ferlinum og fyrsta Wimbledon-titil.

Sport