Sara McMahon

Heitt og kalt
Cause you're hot then you're cold, you're yes then you're no. You're in then you're out, you're up then you're down.“ Svo söng bandaríska söngkonan Katy Perry um óákveðinn ástmann sinn

Skyrið mitt, skyrið þitt
Skandínavíski mjólkurrisinn Arla hóf nýverið að markaðssetja "Icelandic styled skyr“ í Bretlandi. Maður hefði haldið að Íslendingar yrðu glaðir að deila skyrinu sínu með heimsbyggðinni líkt og heimsbyggðin hefur deilt mozzarella-osti, hráskinku og cheddar

Hljómar galið, ekki satt?
Það var sumar og ég naut nálægðarinnar við náttúruna og útsýnisins frá veröndinni á heimili systur minnar og mágs í Hvalfirði. Til hægri baðaði sólin fjallshlíðarnar í appelsínubleikum bjarma og öldurnar kitluðu fjöruna. Til vinstri blasti við risavaxið "iðnaðarþorpið“

Því betri getur tíðin orðið
Í garð er genginn sá árstími sem reynist mörgum Íslendingnum sérlega erfiður – vorið hefur knúið á dyr í flestum Evrópulöndum, og víðar, með tilheyrandi sólardögum.

Framtíðin er hér
Á unglingsárunum stundaði ég nám á ferðabraut Menntaskólans í Kópavogi. Brautin, ekki ólíkt iðngreininni sjálfri, var þá tiltölulega ný og hugnaðist mér vel,

Sláinte mhaith!
Dagur heilags Patreks, þjóðhátíðardagur Íra, er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Fyrir þá sem ekki þekkja til Patreks, þá var hann um margt merkilegur maður.

Saga handa börnum II
Í loks síðasta árs lét ég loks verða af því að skrá mig sem líffæragjafa. Landlæknisembættið hafði þá opnað sérstakan vef þar sem landsmönnum gafst (og gefst enn) kostur á að skrá afstöðu sína til líffæragjafar

Kýldu vömbina, vinur
Um helgina minntu sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic og United Nations World Food Programme, samtök sem berjast gegn hungri í heiminum (hægt er að leggja málstaðnum lið með fjárframlögum á heimasíðu samtakanna), á að um 805 milljónir manna glíma enn við hungur.

Ég fer í (vel skipulagt) fríið
Í upphafi hvers nýs árs fer eitthvað að gerjast innra með mér; Einhver þörf fyrir því að skipuleggja frí og ferðalög í þaula – alveg niður í minnstu smáeindir. Uppkast að sumarfríinu 2015 situr svo gott sem tilbúið á skrifborðinu heima

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Það er ýmislegt skrýtið sem gerist þegar maður eldist; Maður gránar, vitið þroskast, margvíslegir áður óþekktir verkir fara að gera vart við sig hér og þar í líkamanum og maður uppgötvar að maður er farinn að líkjast foreldrum sínum æ meira.

Hámark huggulegheitanna
Ég eyddi áramótunum norður í landi. Nánar tiltekið á Akureyri. Ég átti einstaklega huggulega viku í Eyjafirðinum og mig langar mikið að fara aftur og vera dálítið lengur. Miklu lengur – Akureyri er bara svo déskoti laglegur og kósí bær.

Þar skriplaði á skötu og haltu kjafti
Í dag er Þorláksmessa og það vitum við því sterkur ammoníakfnykur fyllir þegar loftið. Fólk mun brátt setjast til borðs og gæða sér á kæstri skötu útbíaðri í tólg – hefð sem fjölskylda mín hefur aldrei haldið í heiðri.

4 einföld skref að vel skipulögðu jólahaldi
Nú fer senn að líða að jólum og mannskapurinn kominn mislangt með allan undirbúning; sumir eru búnir að ljúka öllum verkefnum á meðan aðrir eru rétt að byrja.

Toppurinn að vera tímanlegur
Þegar ég var rúmlega áratug yngri en ég er í dag bjó ég í Danmörku í nokkur ár.

Tvær flugur, eitt misheppnað högg
Góð málamiðlun er eins og góður kaffibolli: Hún hressir og kætir. Það hlakkar í mér þegar mér dettur í hug málamiðlun sem allir geta unað sáttir við. Þannig fylltist ég kátínu þegar mér flaug í hug fyrir stuttu að hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi

Meðferð eða ekki?
Fyrir nokkru datt ég inn á vefþáttinn This American Life. Í þessum tiltekna þætti var verið að fjalla um mjög viðkvæmt og erfitt mál: barnagirnd. Viðmælandi þáttarins var átján ára piltur sem haldinn var barnagirnd. Pilturinn hafði enn ekki brotið af sér, en honum var þó fyllilega ljóst að hann var ekki eins og fólk er flest.

Nú legg ég á, og mæli ég um
Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni).

Býrð. Þú. Langt. Upp. Coonagh?
Fyrir óralöngu síðan flutti ég til föðurlandsins. Ég fékk inni hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans í heimaborginni Limerick og ég var nokkuð fljót að aðlagast nýjum háttum og lífi. Það er að segja fyrir utan tvennt

Óæðri berin
Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi.

Horfin sumarblíða
Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar "Haust“.

Ertu þá farin? Farin frá mér?
Undanfarnar vikur hafa þrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyldum sínum og hafið nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú þriðja og síðasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun.

Engin tíðindi eru góð tíðindi
Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin. Ein mesta ferðahelgi ársins.Líkt og landsmanna er siður lagði ég land undir fót og hélt út í sveit. Þar naut ég kyrrðarinnar, andaði að mér fersku sjávarlofti, tíndi sveppi og ber og naut þess að vera í algjöru tíma- og netsambandsleysi. Og svo, líkt og hendi væri veifað, var helgin búin.

Með þumalinn á lofti
Ég skráði mig inn á Facebook árið 2007. Áður hafði ég verið meðlimur á MySpace um stutta hríð. Þegar þetta var þótti mér samfélagsmiðillinn kjörin leið til að halda sambandi við vini og vandamenn um allan heim á einfaldan og auðveldan máta, og þykir enn.

Daginn sem Skeifan brann
Á meðan Skeifan stóð í ljósum logum mjakaðist ég ásamt ótal öðrum ferðalöngum eftir Suðurlandsveginum í átt til höfuðborgarinnar. Ég missti því af brunanum en gat lesið mér til um hann á öllum fréttamiðlum í gær.

Lítil ferðasaga
Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands.


Það sem ekki má
Það er komið vor, eða sumar öllu heldur. Um helgina þusti fólk út úr húsi og baðaði sig í fyrstu sólargeislum sumarsins 2014. Fölum vöngum var snúið í átt til sólar og gott ef þeir roðnuðu ekki dálítið undan hlýjum stöfum hennar.

Toppurinn að vera fullorðinn
Þegar ég var barn hlakkaði ég til þess að verða fullorðin. Mér fannst svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka, heimilispóstinum og bisa við að opna útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst töff að ganga með seðlaveski og horfa á fréttatíma RÚV.

Bæði betra
Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu á laugardag. Hátíðin var með sama sniði og í fyrra og voru alls átta hönnuðir sem frumsýndu haustlínur sínar fyrir þetta ár.

Með milljón á mánuði
Framhaldsskólakennarar hófu í gær verkfall þar sem ekki hafði náðst að semja um kjör þeirra. Báðir foreldrar mínir eru kennarar og hafa starfað sem slíkir í yfir þrjá áratugi. Á þeim tíma hafa þeir farið nokkrum sinnum í verkfall.