
Mið-Austurlönd

Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu
Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael.

Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“
Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna.

Tugir myrtir í fjórum árásum
Gærdagurinn markaðist af mannskæðum árásum. Fregnir bárust af hryðjuverkaárásum í Afganistan, Tsjad og Pakistan í gær. Frambjóðandi myrtur í Pakistan og ellefu leigubílsstjórar myrtir í Suður-Afríku eftir harðar deilur.

Stillt til friðar á Gasa
Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna.

Arabar reiðir vegna nýrra þjóðríkislaga
Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi.

Bandarískur ISIS-liði í haldi Kúrda
Ibraheem Musaibli, sem er 28 ára gamall, er einn af nokkrum tugum Bandaríkjamanna sem taldir eru hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið.

Ísraelsk mannréttindasamtök saka hermann um morð
Ísraelsku mannréttindasamtökin B'Tselem segjast hafa sannanir fyrir því að ísraelskur hermaður hafi viljandi myrt palestínskan sjúkraliða í byrjun síðasta mánaðar.

Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza
Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014.

Nítján látnir eftir sprengjuárás
Nítján eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan.

Vilja gera Katar að eyríki með risaskurði
Yfirvöld í Sádí-Arabíu stefna á að grafa skurð á landamærum ríkisins við Katar og breyta þar með Katar með í eyju. Yfirvöld ríkjanna tveggja hafa átt í harðvítugum deilum sín á milli að undanförnu.

Lofar bót en andstaðan óttast einræði
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lofað auknum hagvexti, uppbyggingu og fjárfestingu í landinu í kjölfar sigurs síns í forsetakosningunum á sunnudag.

Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti
Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda.

Ástralskir hermenn flögguðu hakakrossi
Forsætisráðherra Ástralíu gagnrýnir hóp ástralskra hermanna sem flaggaði Nasistafána við skyldustörf í Afganistan.

Barist um mikilvæga jemenska hafnarborg
Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt.

Atkvæði Íraka í ljósum logum
Óttast er um afdrif atkvæðaseðla úr íröksku þingkosningunum eftir að eldur kviknaði í vörugeymslu í höfuðborginni Bagdad sem hýsti seðlana.

Vísbendingar um spennu milli Assad-liða
Flutningur rússneskra hermanna nærri landamærum Sýrlands og Líbanon hefur varpað ljósi á mögulega spennu milli bandamanna Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.

Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta
Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann.

Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað.

Enn mótmælt í Jórdaníu
Þrátt fyrir að Abdúlla Jórdaníukonungur hafi skipt um forsætisráðherra vegna mikillar andstöðu almennings við fyrirhugaðar skattahækkanir og hávær mótmæli er enn mótmælt á götum höfuðborgarinnar Amman, sem og víðar.

Tíu konur fengið ökuréttindi
Konur í Sádi-Arabíu fá rétt til að keyra bíl þann 24. júní næstkomandi, en Sádi-Arabía er enn eina land heimsins sem bannar konum að keyra bíl.

Í fangelsi vegna ferða til Rakka
Tæplega fertugur Dani, Tommy Mørck, var í rétti í Árósum dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dvalið á átakasvæði í Sýrlandi án leyfis.

Hótar að bregðast tífalt við öllum árásum
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni.

Skutu mann vopnaðan öxi til bana á Gasa
Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi.

Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa
Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars.

Leynilegar friðarviðræður í Afganistan
Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld.

Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza
Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014.

Fjórir Rússar féllu í átökum við ISIS-liða
Mennirnir munu hafa verið hernaðarráðgjafar og studdu þeir aðgerðir stjórnarhers Sýrlands í Deir ez-Zor í austurhluta Sýrlands.

Hlustar þú?
Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir.

Ég er ísraleskur gyðingur – ég styð sniðgöngu gegn Ísrael
Ákallið um sniðgöngu Ísraels, ásamt viðskiptabanni og fjárlosun átti uppruna sinn í samfélagi Palestínumanna (í gegnum hundruð frjálsra félagasamtaka) fyrir þrettán árum síðan.

Segir fréttaflutning frá Gasa mjög villandi
Sendiherra Ísraela gagnvart Íslandi fundaði með RÚV í gær vegna þrýstings á að Íslendingar sitji heima þegar Eurovision fer fram á næsta ári. Hann segir Ísraela ekki hafa viljandi drepið friðsama mótmælendur fyrr í mánuðinum.