Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Slökktu eld í Svarts­engi

Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Reikna frekar með dögum en klukku­stundum

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegra að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga myndi myndast þar sem skjálftavirknin er hvað mest myndi hraun renna til suðausturs og vesturs en ekki í átt til Grindavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugur straumur út úr Grinda­vík

Stöðug umferð hefur verið út úr Grindavík síðan stóru skjálftarnir byrjuðu að ríða yfir síðdegis. Hámarki var náð á sjötta tímanum og er umferð um Grindavíkurveg lokuð eftir að brotnaði upp úr malbiki.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert eld­gos að byrja“

Víðir Reynisson, yfirlögreglustjóri almannavarna segir eldgos ekki yfirvofandi þrátt fyrir snarpa skjálfta á Reykjanesi. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi upplifað stanslausa skjálfta í þrjá klukkutíma sé engin ástæða til að yfirgefa bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Reykjar­mökkur lík­lega ekki eld­gos

Ólíklegt er að reykur sem streymir úr hrauni við Litla-Hrút sé eldgos. Líklega sé um að ræða gas eða hita sem sé að losna úr nýlegu hrauni vegna jarðhræringanna sem hafa orðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þunn lína á milli þess að fræða og hræða“

Almannatengill segir þunna línu á milli þess að fræða fólk og hræða á óvissutímum sem þessum. Hann telur suma jarðvísindamenn hafa farið yfir þá línu síðustu daga. Misvísandi skilaboð geti valdið fólki miklu hugarangri og skapað upplýsingaóreiðu. 

Innlent
Fréttamynd

Annar stór skjálfti

Annar mikill jarðskjálfti fannst rétt sunnan við Sýlingarfell tuttugu mínútum eftir klukkan þrjú í dag. Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofu er stærð hans 4,3.

Innlent
Fréttamynd

Öflugur jarð­skjálfti

Nokkuð öflugur jarðskjálfti reið yfir á suðvesturhorninu um korter í eitt. Skjálftinn var af stærðinni 4,1.

Innlent
Fréttamynd

Öflug skjálfta­hrina hófst í morguns­árið eftir ró­leg­heitin í nótt

Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram frum­varp um byggingu varnar­garða

Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Í­búar í Grinda­vík geta verið ró­legir“

HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. 

Innlent
Fréttamynd

Hægt að nota pastavatn til að hita upp eld­húsið

HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka  notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 

Innlent
Fréttamynd

Bygging varnar­garða bíði til­lögu

„Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nokkuð jafnt land­ris þó hröðunin sé ó­lík

Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga.

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana

Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október.

Innlent