Erlent

Eldri kona drepin af krókódíl

Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island.

Erlent

Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn

Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum.

Erlent

Segjast hafa ráðist á höfuð­stöðvar Wagner-hópsins

Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans.

Erlent

Versti vinnudagur í lífi bílstjórans

Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað.

Erlent

Nota geitur og kindur til að sporna við skógar­eldum

Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er.

Erlent

For­múlu­bíll á hrað­braut í Tékk­landi

Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla.

Erlent

Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi

Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú.

Erlent

Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan

Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði.

Erlent

Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna

Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju.

Erlent

Börn tróðust undir er eldur kom upp í kirkju

Minnst 41 lét lífið og fjórtán eru slasaðir eftir að eldur kom upp í kirkju nærri Kaíró í Egyptalandi í morgun. Eldsupptök eru ekki ljós en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar benda til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni og borist hratt um kirkjuna.

Erlent

FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn

Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af.

Erlent