Erlent Vaktin: Rússar sóttu ekkert fram í dag Um hundrað almennum borgurum var bjargað frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól í gær. „Tveir mánuðir af myrkri. Þegar við vorum komin í rútuna sagði ég við eiginmann minn: „Vasya, þurfum við ekki lengur að nota vasaljós til að fara á klósettið?“ segir ein þeirra sem var bjargað. Erlent 2.5.2022 06:51 Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði. Erlent 1.5.2022 16:19 Bandarískur fangi greindist með fuglaflensu Fangi í Coloradofylki í Bandaríkjunum varð á dögunum fyrsta manneskjan í Bandaríkjunum sem greinist með það afbrigði fuglaflensu sem nú geisar um landið. Erlent 1.5.2022 08:30 Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. Erlent 1.5.2022 07:40 Segir af sér eftir að hafa horft á klám í stundarbrjálæði Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur sagt af sér eftir að hafa viðurkennt að hafa horft á klám í þingsal. Hann segir að þetta hafi gerst í stundarbrjálæði. Erlent 30.4.2022 14:34 Glaumgosar féflettu Madrid í Covid-farsóttinni Lystisnekkja, 12 sportbílar og nokkur Rólex úr eru á meðal þess sem tveir meintir svikahrappar keyptu sér fyrir gróðann af því að selja stjórnvöldum í Madrid sóttvarnabúnað á uppsprengdu verði í upphafi Covid19-farsóttarinnar. Spillingardeild lögreglunnar rannsakar málið og mennirnir eiga langa fangelsisvist yfir höfði sér. Erlent 30.4.2022 14:31 Gæti misst þingsætið eftir að hafa horft á klám í þingsal Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur verið rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins eftir að hafa viðurkennt að hafa horft á klám í þingsal. Erlent 30.4.2022 11:01 Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. Erlent 30.4.2022 07:24 Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. Erlent 29.4.2022 19:21 Vaktin: Kallar Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. Erlent 29.4.2022 15:40 Ísfirðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna. Erlent 29.4.2022 09:31 Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð. Erlent 28.4.2022 23:41 Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO-aðild í Svíþjóð Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkið eigi að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða ekki. Erlent 28.4.2022 23:31 Kókaínsmyglhneyksli forsætisráðherrans skekur Bresku jómfrúareyjarnar Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um aðild að kókaíninnflutningi og peningaþvætti. Erlent 28.4.2022 23:08 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. Erlent 28.4.2022 19:23 Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Erlent 28.4.2022 13:56 Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. Erlent 28.4.2022 06:35 Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. Erlent 27.4.2022 19:20 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. Erlent 27.4.2022 08:01 Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. Erlent 27.4.2022 06:41 Yfir helmingur Bandaríkjamanna fengið Covid-19 Bandaríska sóttvarnarstofnunin áætlar að 58 prósent Bandaríkjamanna hafi greint með Covid-19 frá því að heimsfaraldurinn hófst vorið 2020. Erlent 26.4.2022 22:49 Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. Erlent 26.4.2022 19:20 Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. Erlent 26.4.2022 13:34 Fimmta manndrápið á Grænlandi frá áramótum Einn maður hefur verið handtekinn í bænum Tasiilaq á Austur-Grænlandi eftir að karlmaður fannst látinn þar í nótt. Grænlenska lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Erlent 26.4.2022 11:44 Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Erlent 26.4.2022 11:15 Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. Erlent 26.4.2022 06:48 Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. Erlent 25.4.2022 23:31 Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. Erlent 25.4.2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. Erlent 25.4.2022 21:01 Elsta manneskja í heimi látin Japönsk kona sem ber titilinn elsta manneskja í heimi samkvæmt skráðum gögnum er látin 119 ára gömul. Erlent 25.4.2022 16:46 « ‹ 290 291 292 293 294 295 296 297 298 … 334 ›
Vaktin: Rússar sóttu ekkert fram í dag Um hundrað almennum borgurum var bjargað frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól í gær. „Tveir mánuðir af myrkri. Þegar við vorum komin í rútuna sagði ég við eiginmann minn: „Vasya, þurfum við ekki lengur að nota vasaljós til að fara á klósettið?“ segir ein þeirra sem var bjargað. Erlent 2.5.2022 06:51
Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði. Erlent 1.5.2022 16:19
Bandarískur fangi greindist með fuglaflensu Fangi í Coloradofylki í Bandaríkjunum varð á dögunum fyrsta manneskjan í Bandaríkjunum sem greinist með það afbrigði fuglaflensu sem nú geisar um landið. Erlent 1.5.2022 08:30
Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. Erlent 1.5.2022 07:40
Segir af sér eftir að hafa horft á klám í stundarbrjálæði Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur sagt af sér eftir að hafa viðurkennt að hafa horft á klám í þingsal. Hann segir að þetta hafi gerst í stundarbrjálæði. Erlent 30.4.2022 14:34
Glaumgosar féflettu Madrid í Covid-farsóttinni Lystisnekkja, 12 sportbílar og nokkur Rólex úr eru á meðal þess sem tveir meintir svikahrappar keyptu sér fyrir gróðann af því að selja stjórnvöldum í Madrid sóttvarnabúnað á uppsprengdu verði í upphafi Covid19-farsóttarinnar. Spillingardeild lögreglunnar rannsakar málið og mennirnir eiga langa fangelsisvist yfir höfði sér. Erlent 30.4.2022 14:31
Gæti misst þingsætið eftir að hafa horft á klám í þingsal Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur verið rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins eftir að hafa viðurkennt að hafa horft á klám í þingsal. Erlent 30.4.2022 11:01
Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. Erlent 30.4.2022 07:24
Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. Erlent 29.4.2022 19:21
Vaktin: Kallar Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. Erlent 29.4.2022 15:40
Ísfirðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna. Erlent 29.4.2022 09:31
Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð. Erlent 28.4.2022 23:41
Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO-aðild í Svíþjóð Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkið eigi að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða ekki. Erlent 28.4.2022 23:31
Kókaínsmyglhneyksli forsætisráðherrans skekur Bresku jómfrúareyjarnar Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um aðild að kókaíninnflutningi og peningaþvætti. Erlent 28.4.2022 23:08
Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. Erlent 28.4.2022 19:23
Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Erlent 28.4.2022 13:56
Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. Erlent 28.4.2022 06:35
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. Erlent 27.4.2022 19:20
Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. Erlent 27.4.2022 08:01
Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. Erlent 27.4.2022 06:41
Yfir helmingur Bandaríkjamanna fengið Covid-19 Bandaríska sóttvarnarstofnunin áætlar að 58 prósent Bandaríkjamanna hafi greint með Covid-19 frá því að heimsfaraldurinn hófst vorið 2020. Erlent 26.4.2022 22:49
Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. Erlent 26.4.2022 19:20
Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. Erlent 26.4.2022 13:34
Fimmta manndrápið á Grænlandi frá áramótum Einn maður hefur verið handtekinn í bænum Tasiilaq á Austur-Grænlandi eftir að karlmaður fannst látinn þar í nótt. Grænlenska lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Erlent 26.4.2022 11:44
Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Erlent 26.4.2022 11:15
Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. Erlent 26.4.2022 06:48
Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. Erlent 25.4.2022 23:31
Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. Erlent 25.4.2022 21:52
„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. Erlent 25.4.2022 21:01
Elsta manneskja í heimi látin Japönsk kona sem ber titilinn elsta manneskja í heimi samkvæmt skráðum gögnum er látin 119 ára gömul. Erlent 25.4.2022 16:46