
Golf

Varð háður gosi og hrundi niður heimslistann
Saga írska kylfingsins Peter Lawrie er með hreinum ólíkindum.

Jim Furyk í bílstjórasætinu fyrir lokahringinn á Pebble Beach
Leiðir með einu höggi þegar að 18 holur eru óleiknar eftir gallalausan hring í gær upp á 63 högg. Matt Jones, Nick Watney og Brandt Snedeker eru þó ekki langt undan.

Snedeker og Jones taka forystuna á AT&T National
Margir kylfingar eru um hituna í Kaliforníuríki þegar að tveir hringir eru óleiknir. Nær fyrrum Fed-Ex meistarinn Brandt Snedeker að komast á sigurbraut á ný eftir lélegt gengi að undanförnu?

Mörg góð skor á fyrsta hring á Pebble Beach
AT&T National mótið hófst í dag en J.B. Holmes og Justin Hicks leiða eftir fyrsta hring á átta höggum undir pari. John Daly byrjaði líka vel og er meðal efstu manna ásamt reynsluboltanum Jim Furyk.

Tiger Woods tekur sér enn á ný frí frá golfi
Vonast þó að snúa til baka fljótlega þegar að leikurinn hans og líkamsástand hefur batnað.

Tiger ekki verið í verri stöðu í 18 ár en samt tekjuhæstur
Gæti misst af einu af sínu uppáhaldsmótum í byrjun mars ef hann fer ekki að bæta sig.

Jason Day fagnaði sigri eftir bráðabana
Lokahringurinn á Torrey Pines var hörkuspennandi en margir kylfingar gerðu atlögu að titlinum og skiptust á að taka forystuna. Það var þó Jason Day sem sigraði eftir bráðabanda við þrjá aðra kylfinga en þetta er hans þriðji sigur á PGA-mótaröðinni.

Margir í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á Farmers Insurance
Harris English og J.B Holmes leiða með einu höggi en margir kylfingar eru nálægt efstu mönnum og eiga möguleika á sigri í kvöld.

Harris English efstur á Farmers Insurance
Er á tíu höggum undir pari eftir tvo hringi og leiðir með tveimur höggum. Margir af bestu kylfingum heims áttu erfitt uppdráttar á fyrstu tveimur hringjunum og náðu ekki niðurskurðinum.

Lítt þekktur Bandaríkjamaður leiðir eftir fyrsta hring
Mörg umfjöllunarefni eftir fyrsta hring á Torrey Pines. Brooks Koepka heldur áfram að spila vel, Phil Michelson virðist eiga í erfileikum í byrjun tímabils og Tiger Woods hættir leik enn á ný.

Tiger Woods hætti leik á fyrsta hring á Torrey Pines
Það á ekki af Tiger Woods að ganga en hann lét sér nægja að leika 11 holur á Farmers Insurance mótinu í dag áður en hann hætti leik vegna bakmeiðsla.

Tiger verður sá sem hlær síðastur
Phil Mickelson hefur trú á því að Tiger Woods verði fljótur að hrista af sér slenið.

Kylfusveinar stefna PGA
Þreyttir á að vera ókeypis, gangandi auglýsingaskilti.

Kylfingur braut herlög
Besti kylfingur Suður-Kóreu, Bae Sang-Moon, spilar líklega ekki golf á PGA-mótaröðinni á næstunni.

Brooks Koepka óvæntur sigurvegari í Phoenix
Lék gallalausan lokahring á TPC Scottsdale og tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum.

Rory McIlroy kláraði dæmið í Dubai
Sigraði á sínu fyrsta móti á árinu eftir frábæra frammistöðu á Emirates vellinum alla helgina. Sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, nældi í þriðja sætið en engum tókst að ógna McIlroy á lokahringnum.

Tiger í tómu tjóni
Spilaði sinn allra versta hring á ferlinum í dag og situr í síðasta sæti á Phoenix Open. Á meðan leiðir Rory McIlroy á Dubai Desert Classic eftir tvo hringi.

Tiger Woods byrjar keppnistímabilið illa
Lék TPC Scottsdale á 73 höggum eða tveimur yfir pari á fyrsta hring og þarf á góðum hring að halda á morgun til þess að ná niðurskurðinum. Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson og Keegan Bradley eru aðeins höggi á eftir honum.

Wieseberger leiðir í Dubai eftir fyrsta hring
Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger lék frábært golf á fyrsta hring á Dubai Desert Classic en Rory McIlroy og fleiri stór nöfn eru ekki langt undan. Tiger Woods hefur keppnistímabilið í kvöld á Phoenix Open.

Tvö stór mót á döfinni um helgina
Allir bestu kylfingar heims verða í eldlínunni, Tiger Woods snýr til baka á TPC Scottsdale á meðan að Rory McIlroy og stærstu nöfn Evrópu taka slaginn í Dubai.

Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi
Golfsamband Íslands hefur nú birt mótaskrá sína fyrir sumarið 2015 en Íslandsmótið í höggleik fer fram á Akranesi í fyrsta sinn í ellefu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá GSÍ.

Bill Haas sigraði á Humana Challenge
Fann fugl á rétta augnablikinu seint á lokahringnum og sigraði að lokum eftir gríðarlega spennandi keppni alveg fram á lokaholuna.

Fjórir jafnir fyrir lokahringinn á Humana Challenge
Skortaflan er þétt setin fyrir lokahringinn í Kaliforníu sem verður eflaust mjög spennandi. Átta kylfingar eru í forystunni eða einu höggi frá henni þegar að 18 holur eru óleiknar.

Branden Grace hafði sigur eftir spennuþrunginn lokahring í Katar
Þrír kylfingar voru jafnir þegar þrjár holur voru eftir en þá gaf Suður-Afríkumaðurinn í og kláraði dæmið með frábærum erni og síðan fugli á lokaholunni.

Spenna fyrir lokahringinn í Katar
Strákarnir okkar eru ekki þeir einu sem berjast til síðasta blóðdropa í Katar en fyrir lokahringinn á þriðja móti ársins á Evrópumótaröðinni deila fjórir sterkir kylfingar forystunni.

Ráðist á kylfing á PGA-mótaröðinni
Ástralanum Robert Allenby var rænt, hann laminn og rændur eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Sony Open á Hawaii um síðustu helgi.

Myndatökumaður sló tönn úr Tiger
Tiger Woods mætti til að styðja unnustu sína, Lindsey Vonn, um daginn en sú ferð var ekki til fjár.

Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open
Engum tókst að ógna Walker á lokahringnum sem nú hefur sigrað í fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á stuttum tíma. Gerði mjög gott mót á Hawaii og heldur til meginlandsins 200 milljón krónum ríkari.

Kaymer missti frá sér sigurinn í Abu Dhabi á ævintýralegan hátt
Tíu högga forysta varð að engu á nokkrum holum, Rory McIlroy pressaði um tíma á Kaymer en Gary Stal, ungur óþekktur kylfingur tryggði sér sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni með fullkomnum lokahring.

Martin Kaymer með yfirburði í eyðimörkinni
Er með sex högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn en fátt virðist geta stöðvað að US Open meistarinn sigri í sínu tólfta móti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Á meðan deila Matt Kuchar, Webb Simpson og Justin Thomas forystunni á Sony Open á Hawaii eftir tvo hringi.